Sameinað sveitarfélag Garðabæjar og Álftaness, undir nafni Garðabæjar, hefur í samstarfi við Markaðsviðskipti Íslandsbanka gefið út skuldabréfaflokk til endurfjármögnunar á láni fyrir alls 1.187 milljónir kr. Skuldabréfin, GARD 13 01, eru verðtryggð jafngreiðslubréf til 10 ára og bera fasta 2,95% árlega vexti og verða skráð í NASDAQ OMX Iceland.
Sameining sveitarfélaganna Álftaness og Garðabæjar var samþykkt íbáðum sveitarfélögunum í íbúakosningum þann 20. október 2012. Sameining sveitarfélaganna tók gildi 1. janúar 2013. Íbúar sveitarfélagsins eru 13.871.
Nánari upplýsingar veitir:
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar – s: 585-8500, gunnar@gardabaer.is