Með vísan til skýringar 7 í árshlutareikningi Reita II tilkynnist það hér með að lánveitendur Reita II hafa veitt félaginu tímabundna undanþágu frá ákvæðum í lánasamningunum og munu þeir hvorki krefjast gjaldfellingar né annarra vanefndarúrræða vegna brota á þeim ákvæðum.
Félagið hefur undanfarið unnið að endurfjármögnun á stærstum hluta skulda félagsins í tengslum við fyrirhugaða skráningu samstæðunnar í kauphöll og framangreind brot á ákvæðum hafa ekki áhrif á þær viðræður. Vísað er í tilkynningu félagsins frá 26. júní s.l. þar sem greint er frá stöðu þeirra mála.
Nánari upplýsingar veitir:
Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri
Sími: 575 9000