Garðabær, í samstarfi við Markaði Íslandsbanka, mun þann 13. janúar næstkomandi bjóða til sölu skuldabréf í stækkuðum skuldabréfaflokki sveitarfélagsins, GARD 13 1.
Sala hinna nýju skuldabréfa fer fram í samræmi við ákvörðun bæjarráðs Garðabæjar þann 17. desember 2013 og verður salan með útboðsfyrirkomulagi. Boðin verða til sölu skuldabréf samtals allt að 450 milljónir króna að nafnvirði bréfsins.
Áhugasömum fjárfestum er bent á að hafa samband við Verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Tekið verður við tilboðum til klukkan 11:00 mánudaginn 13. janúar nk. Garðabær áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum að hluta til eða í heild. Gert er ráð fyrir skuldabréfin verði tekin til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland þann 20. janúar nk.
Allar nánari upplýsingar varðandi skuldabréfin og skuldabréfaútboðið eru veittar af Verðbréfamiðlun Íslandsbanka.