Vakin er athygli á samþykkt bæjarstjórnar Kópavogs um húsnæðismál á fundi þann 14. janúar 2014:
„Vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði samþykkir bæjarstjórn að kaupa nú þegar 30-40 íbúðir víðsvegar í bænum til að mæta vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda í húsnæðismálum. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hefja nú þegar undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum. Þar verði hagkvæmar íbúðir til leigu bæði á hinum almenna markaði og hinum félagslega. Gert er ráð fyrir að þær verði tilbúnar á árinu 2015. “
Þessi ákvörðun gæti hækkað skuldir Kópavogsbæjar um 7 - 9% frá gildandi áætlunum bæjarins.