Niðurstöður skuldabréfaútboðs Garðabæjar


Garðabær, í samstarfi við Markaði Íslandsbanka, hélt þann 11. janúar síðastliðinn útboð á skuldabréfum í stækkuðum skuldabréfaflokki sveitarfélagsins, GARD 13 1.

Alls bárust tilboð að nafnverði kr. 2.120.000.000 með ávöxtunarkröfu á bilinu 2,57% til 3,24%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnverði kr. 250.000.000 á ávöxtunarkröfunni 2,63%. Útistandandi voru fyrir að nafnverði kr. 1.187.000.000 og verður heildarstærð flokksins því nú að nafnverði kr. 1.437.000.000.

Gert er ráð fyrir að nýútgefin skuldabréf verði tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands mánudaginn 20. janúar nk.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar
s: 525-8500, 
gunnar@gardabaer.is