Garðabær, í samstarfi við Markaði Íslandsbanka, hélt á föstudaginn 27. febrúar síðastliðinn útboð á skuldabréfum í stækkuðum skuldabréfaflokki sveitarfélagsins, GARD 13 1.
Alls bárust tilboð að nafnverði kr. 920.000.000 með ávöxtunarkröfu á bilinu 2,90% til 3,45%. Á fundi bæjarstjórnar sem haldinn var í dag var samþykkt að taka tilboðum að nafnverði kr. 330.000.000 á ávöxtunarkröfunni 3,04%. Útistandandi voru fyrir að nafnverði kr. 1.437.000.000 og verður heildarstærð flokksins því nú að nafnverði kr. 1.767.000.000.
Gert er ráð fyrir að nýútgefin skuldabréf verði tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands fimmtudaginn 12. mars nk.