Straumur fjárfestingabanki hf. hefur með tilkynningu dags. 21. maí 2015, sagt upp aðalmiðlarasamningi við Lánamál ríkisins í tengslum við „samning um útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði“, sem undirritaður var 13. mars sl. Uppsögnin byggir á gagnkvæmu uppsagnarákvæði í 11. gr. samningsins og tekur gildi að liðnum tveimur mánuðum frá dagsetningu tilkynningar um uppsögn.
Ástæða uppsagnarinnar er fyrirhugaður samruni Straums fjárfestingabanka hf. og MP banka hf.