Stjórn Íslandssjóða hf., sem rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, hefur staðfest árshlutareikning félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2015.
Afkoma Íslandssjóða hf. fyrstu sex mánuði ársins 2015
- Árshlutareikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur árshlutareikning Íslandssjóða og B-hluta sem inniheldur árshlutareikning verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. Þessi framsetning á reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu.
- Hagnaður rekstrarfélagsins eftir skatta fyrstu 6 mánuði ársins 2015 er 138 m.kr. samanborið við 25 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður.
- Rekstrargjöld námu 556 m.kr. samanborið við 576 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður og lækkuðu um 3,5%.
- Hreinar rekstrartekjur námu 728 m.kr. samanborið við 607 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður, hækkuðu um 19,9%.
- Eigið fé 30. júní 2015 nam 2.001 m.kr. en var 2.035 m.kr. í ársbyrjun.
- Heildareignir félagsins 30. júní 2015 námu 2.569 m.kr. en voru 2.600 m.kr. í árslok 2014.
- Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 57,0% í lok júní, en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%.
- Í lok júní 2015 voru 23 sjóðir í rekstri hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 122.527 milljónum króna samanborið við 114.130 m.kr. í lok árs 2014. Þar af eru 12 verðbréfasjóðir með hreina eign að upphæð 86.651 milljónir króna og 11 fjárfestingarsjóðir með hreina eign að upphæð 35.876 milljónir króna.
- Fjárfestingarsjóðurinn Einkasöfn ÍS var stofnaður í upphafi árs 2015 en sjóðurinn starfar í fimm sjóðsdeildum (A-E). Sjóðirnir eru blandaðir og fjárfesta bæði í öðrum sjóðum og stökum verðbréfum.
- Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af Ernst & Young ehf. en við könnun kom ekkert fram sem bendir til annars en að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á fyrstu 6 mánuðum ársins 2015.
- Á fyrri hluta ársins störfuðu að meðaltali 13,3 starfsmenn hjá Íslandssjóðum. Framkvæmdastjóri félagsins er Haraldur Örn Ólafsson.
Lykiltölur í m.kr. : Sjá viðhengi
Árshlutareikningur félagsins mun liggja frammi hjá Íslandssjóðum hf. Kirkjusandi, 4. hæð og hjá VÍB, Eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, einnig á heimasíðu félagsins: www.islandssjodir.is frá og með 27. ágúst 2015.
Nánari upplýsingar um árshlutareikning Íslandssjóða hf. veitir Haraldur Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri félagsins í síma 440-4593