"Þessi tilkynning er upprunalega birt á vefsetri Seðlabanka Íslands. Hún hefur ekki verið birt opinberlega á Evrópska efnahagssvæðinu af hálfu Seðlabanka Íslands, sbr. skilgreiningu laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti."
Vísað er til vefseturs Seðlabanka Íslands http://sedlabanki.is
Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 48,7 ma.kr. á ársfjórðungnum samanborið við 25,7 ma.kr. fjórðunginn á undan. Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður sem nemur 12,3 ma.kr. en þjónustujöfnuður mældist hagstæður um 90,4 ma.kr. Jöfnuður frumþáttatekna var óhagstæður um 4,2 ma.kr. og rekstrarframlög um 25,2 ma.kr. Viðskiptajöfnuður án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð var hagstæður um 53 ma.kr. samanborið við 30,7 ma.kr. fjórðunginn á undan.
Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 5.274 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 12.769 ma.kr. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 7.495 ma.kr. en nettóskuldir lækkuðu um 186 ma.kr. á milli ársfjórðunga. Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 3.772 ma.kr. og skuldir 3.750 ma.kr. Hrein staða þannig metin var því jákvæð um 22 ma.kr. og lækkuðu nettóeignir um 62 ma.kr. á ársfjórðungnum.