Útboð á skuldabréfum Garðabæjar fór fram 4. apríl 2016 í umsjón fjárfestingarbankasviðs Arion banka. Boðin voru verðtryggð jafngreiðsluskuldabréf til 15 ára í nýjum opnum flokki GARD 16 01 að andvirði allt að 1.000 milljónum króna. Tilboð bárust fyrir samtals 1.820 milljónir króna með ávöxtunarkröfu á bilinu 3,04-3,53%.
Bæjarstjórn Garðabæjar staðfesti 7. apríl 2016 þá samþykkt bæjarráðs frá 5. apríl 2016 að taka tilboðum að andvirði 720 milljónum króna á ávöxtunarkröfunni 3,15%.
Fyrirhugað er að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands og verður þá fyrsti viðskiptadagur tilkynntur með að lágmarki eins dags fyrirvara.
Nánari upplýsingar veita:
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri Garðabæjar, á netfanginu ludvik@gardabaer.is eða í síma 525-8530
Birgir Guðfinnsson, markaðsviðskiptum Arion banka, á netfanginu birgir.gudfinnsson@arionbanki.is eða í síma 444-7337