Í dag 9. maí 2016 var ársreikningur Stykkishólmbæjar 2015 tekinn til fyrri umræðu. Eins og sveitarstjórnarlög kveða á um, skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn. Seinni umræða verður 17. maí n.k.
Í reglugerð nr. 944/2000, um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, sem tók gildi 1. janúar 2001, eru ákvæði um reikningsskil sveitarfélaga. Þar er gert ráð fyrir að sveitarfélög hagi bókhaldi sínu og reikningsskilum í samræmi við ákvæði laga um bókhald nr. 145/1994 og ársreikninga nr. 144/1994 að svo miklu leyti sem sveitarstjórnarlög mæla ekki fyrir á annan veg eða reglugerðir settar á grundvelli þeirra. Ársreikningar sveitarfélaga skulu byggðir á almennum reikningsskilaaðferðum.
Ársreikningur Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2015 byggir á sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður í samræmi við framangreind lög og reglur.
Helstu lykiltölur:
Rekstrartekjur ársins 2015 | Sveitarsjóður | Samantekið | ||
í þús. k.r. | A hluti | A og B hluti | ||
Ársreikningur | Áætlun | Ársreikningur | Áætlun | |
Rekstrartekjur | 1.006.282 | 1.008.849 | 1.150.983 | 1.081.927 |
Rekstrargjöld án afskrifta | 957.421 | 855.525 | 994.286 | 880.222 |
Rekstrarniðurstaða án fjármagns liða | 108.861 | 153.324 | 156.697 | 201.705 |
Afskriftir | -40.521 | -42.030 | -54.482 | -57.467 |
Fjármagnsliðir | -51.584 | -57.737 | -69.478 | -82.317 |
Rekstrarniðurstaða | 16.756 | 53.557 | 32.737 | 61.921 |
Efnahagur samstæðu | Sveitarsjóður | Samantekið | ||
pr. 31.12.2015 í þús. k.r. | A hluti | A og B hluti | ||
Ársreikningur | Fyrra ár | Ársreikningur | Fyrra ár | |
Eignir | ||||
Fastafjármunir | 2.015.315 | 1.982.818 | 2.216.407 | 2.175.291 |
Veltufjármunir | 361.883 | 327.099 | 169.297 | 131.973 |
Eignir samtals | 2.377.198 | 2.309.917 | 2.385.704 | 2.307.264 |
Skuldir og eigið fé | ||||
Eigið fé | 1.150.753 | 1.103.806 | 982.950 | 920.030 |
Skuldbindingar | 226.458 | 215.969 | 226.458 | 215.969 |
Langtímaskuldir | 789.637 | 830.106 | 940.660 | 973.860 |
Skammtímaskuldir | 210.350 | 160.036 | 235.636 | 197.405 |
Skuldir og eigið fé samtals | 2.255.612 | 2.309.917 | 2.385.704 | 2.307.264 |
Sjóðsstreymi ársins | Sveitarsjóður | Samantekið | ||
2015 í þús. kr. | A hluti | A og B hluti | ||
Ársreikningur | Áætlun | Ársreikningur | Áætlun | |
Rekstrarniðurstaða | 16.756 | 53.557 | 32.736 | 61.921 |
Veltufé frá rekstri | 59.151 | 133.346 | 91.531 | 164.787 |
Handbært fé frá rekstri | 53.251 | 131.846 | 93.767 | 163.287 |
Fjárfestingarhreyfingar | 18.638 | 54.850 | 31.784 | 70.000 |
Fjármögnunarhreyfingar | -65.388 | -36.274 | -92.758 | -28.344 |
Hækkun á handbæru fé | -30.775 | 40.722 | -30.775 | 64.943 |
Í hlutfalli við rekstrartekjur | Sveitarsjóður | Samantekið | ||
A hluti | A og B hluti | |||
Ársreikningur | Áætlun | Ársreikningur | Áætlun | |
Skatttekjur | 55,95% | 58,45% | 51,84% | 56,11% |
Framlög jöfnunarsjóðs | 21,43% | 21,07% | 19,86% | 19,65% |
Aðrar tekjur | 22,62% | 20,48% | 28,30% | 24,24% |
Samtals | 100,00% | 100,01% | 100,00% | 100,06% |
Laun og launatengd gjöld | 56,84% | 55,06% | 53,77% | 52,37% |
Annar rekstrarkostnaður | 32,95% | 29,74% | 32,61% | 28,98% |
Afskriftir | 3,80% | 4,17% | 4,73% | 5,31% |
Fjármagnsliðir, nettó | 4,84% | 5,72% | 6,04% | 7,61% |
Gjöld samtals | 98,43% | 94,69% | 97,15% | 94,27% |
Rekstrarniðurstaða | 1,57% | 8,15% | ||
Í þús.kr. á íbúa | Ársreikningur | Áætlun | Ársreikningur | Áætlun |
Rekstur | ||||
Rekstrartekjur samtals: | 963 | 977 | 1.040 | 977 |
Rekstrargjöld og fjármagnliðir: | 948 | 921 | 1.010 | 921 |
Rekstrarniðurstaða | 15 | 48 | 30 | 56 |
|
||||
Í þús. Kr. á íbúa | Ársreikningur | Ársreikningur | Ársreikningur | Ársreikningur |
Efnahagur | 2015 | 2014 | 2013 | 2012 |
Eignir | 2.147 | 2.055 | 2.071 | 2.036 |
Eigið fé | 1.040 | 940 | 946 | 885 |
Skuldir og skuldbindingar | 1.108 | 1.115 | 1.126 | 1.150 |
Ábyrgðir og skuldbindingar | 147 | 148 | 164 | 160 |
utan efnahags | ||||
Aðrar lykiltölur | 2015 | 2014 | 2013 | 2012 |
Veltufjárhlutfall | 1,72 | 1,52 | 1,54 | 1,1,36 |
Eiginfjárhlutfjall | 48,41% | 45,76% | 45,67% | 43,47% |
Íbúatala 1.desember | 1.103 | 1.107 | 1.095 | 1.112 |
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.151 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A- bæjarsjóð og B- hluta stofnanir og fyrirtæki, en þar af námu rekstrartekjur A-hluta þ.e. bæjarsjóðs 1.066 millj. kr.
Rekstrargjöld A og B hluta námu 994,3 millj. Þar af námu rekstrargjöld A-hluta bæjarsjóðs 957,4 millj. að meðtöldum hækkunum vegna lífeyrisskuldbindinga starfsfólks. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs var jákvæð um 16,8 millj. samkvæmt ársreikningi en jákvæð um 32,7 millj. kr. í samanteknum ársreikningi A og B hluta. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2015 nam, eftir að lífeyrisskuldbindingar höfðu verið dregnar frá, 983 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en þar af nam eigið fé bæjarsjóðs 1.151 millj. kr.
Rekstarafkoma samantekins ársreiknings A og B hluta er
jákvæð um 32,7 millj. kr. Meginátæður eru fyrir þessu eru:
. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs A-hluti var jákvæð um 16,8 millj. Rekstrarniðurstöður markast mjög af hækkun launakostnaðar miðað við fjárhagsáætlun m.a. kjarasamninga, sem gerðir voru voru gerðir í lok árs 2015.
Það sem er jákvætt við rekstur bæjarsjóðs A og B hluta er að Hafnarsjóður var rekin með u.þ.b. 13,9 millj. kr. hagnaði og Fráveita var rekin með 6,9 milljónir kr. Einnig er jákvætt að tekjur eru að aukast hjá Stykkishólmsbæ A-hluta eða úr 891,0 millj. kr. árið 2014 í 1.066,2 milljónir króna árið 2015. Einnig hefur skuldahlutfall A-hluta stórlagast á milli ára og er 2015 107,5% af skatttekjum en var 126,8% árið 2014 og 135,8% árið 2013. Auk þess er það mjög gott að rekstrarjafnvægi áranna 2013-2015 er jákvæð um 50,3 milljónir króna.
Helstu fjárfestingarhreyfingar eru annars vegar sala á Hafnargötu 7 (Amtbókasafnið) að upphæð 48,0 milljónir króna, hins vegar fjárfestingar að upphæð 80,3 milljónir króna þær helstu eru: fjárfesting í gatnagerð og deiliskipulag að upphæð 28,8 milljónum króna, við bygging við Grunnskóla v/ Amtbókasafns að upphæð 20,6 milljónum króna,flotbryggju að upphæð 5,7 milljónir, nýtt hlutafé í Jeratúni sem er félag í eigu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi sem á hús Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði að upphæð 4,9 milljónir.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,37%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts var 0,50% á íbúðarhúsnæði.
Álagningarhlutfall á aðrar fasteignir var 1,65%. Ársreikningurinn í heild sinni verður birtur á heimasíðu Stykkishólmbæjar.
Nánari upplýsingar veitir: Þór Örn Jónsson, bæjarritari, í síma 433-8100