Leiðrétting: Landsnet - Birting á árshlutareikningi 30.06.16 - Frétt birt 2016-08-15 16:11:56 CET

Styrking krónunnar leiðir til taps á fyrrihluta ársins


Villa var í fyrri tilkynningu frá Landsneti sem var birt fyrr í dag.  Í þeirri tilkynningu var talað um heildareignir og heildarskuldir í árslok en hið rétta er að fjárhæðir heildareigna og heildarskulda miðast við lok júní 2016.  

Rangur texti var „Heildareignir félagsins í árslok námu 802,9 m. USD (94.964,8 millj. kr) samanborið við 794,6 m. USD (93.986,5 millj.kr) í lok árs 2015.  Heildar skuldir námu í árslok 484,7 m. USD (57.327,4 millj. kr) samanbori við 470,9 m. USD (55.692,6 millj. kr) í lok árs 2015.“

Réttur texti er eftirfarandi: „Heildareignir félagsins í lok júní námu 802,9 m. USD (94.964,8 millj. kr) samanborið við 794,6 m. USD (93.986,5 millj.kr) í lok árs 2015.  Heildar skuldir námu í lok júní 484,7 m. USD (57.327,4 millj. kr) samanbori við 470,9 m. USD (55.692,6 millj. kr) í lok árs 2015.“

 

 

 

 Árshlutareikningurinn er nú birtur í fyrsta skiptið í bandaríkjadölum (USD) sem er starfrækslugjaldmiðill Landsnets frá ársbyrjun 2016. Fjármögnun félagsins er að mestu í íslenskum krónum og hefur þróun USD gagnvart henni verið óhagstæð frá áramótum.

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 27,6 m. USD ( 3.265,7 millj.kr ) samanborið 28,6 m. USD (3.379,7 millj.kr) árið áður og er daglegur rekstur félagsins stöðugur. Tap Landsnets hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 2,6 m. USD (312,7 millj.kr) fyrstu 6 mánuði ársins 2016 samanborið við 11,8 m. USD (1.393,5 millj.kr) hagnað á sama tímabili árið 2015. [1]  

Heildareignir félagsins í lok júní námu 802,9 m. USD (94.964,8 millj.kr) samanborið við 794,6 m. USD (93.986,5 millj.kr) í lok árs 2015. Heildarskuldir námu í lok júní 484,7 m. USD (57.327,4 millj.kr) samanborið við 470,9 m. USD (55.692,6 millj.kr) í lok árs 2015.

Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 39,6% samanborið við 40,7% í lok ársins 2015. Eigið fé í lok tímabilsins nam 318,2 m. USD (37.637,4 millj.kr) samanborið við 323,8 m. USD (38.293,9 millj.kr) í lok árs 2015.

Lausafjárstaða Landsnets er sterk, handbært fé í lok júní nam 67,0 m. USD (7.921,7 millj.kr) og handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam 26,8 m. USD (3.164,2 millj. kr).

Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri:

„Við erum í fyrsta skipti að birta reikninginn í bandaríkjadölum og skýrist tap tímabilsins að mestu af styrkingu krónunnar frá áramótum og sjáum við áhrif þess í fjármagnsliðum.  Rekstarkostnaður á milli ára hækkar og skýrist það m.a af launahækkunum byggðum á SALEK samkomulaginu.  Unnið er að endurfjármögnun og er markmiðið okkar að aðlaga fjármögnunina að USD og breyta afborgunarferil lána. Það er ánægjulegt að sjá að  árshlutareikningurinn sýnir að rekstur Landsnets er stöðugur og eiginfjárstaða félagsins er sterk .“

Hér er hægt að nálgast árshlutareikninginn.

Frekari upplýsingar veitir:

Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála, sími 563 9311 eða netfang gudlaugs@landsnet.is

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

 

 

  


Anhänge

Tilkynning Landsnet 30.06.16.pdf Landsnet árshlutareikn 300616.pdf