Í dag var Kópavogsbæ birt meðalgöngustefna Þorsteins Hjaltested ábúanda Vatnsenda í máli nr. E-1362/2014 fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Krafa Þorsteins er tilkomin vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Forsaga málsins er sú að hinn 25. apríl 2014 var Kópavogsbæ birt stefna af hálfu erfingja Sigurðar k. Hjaltested fyrrum ábúanda Vatnsenda. Með vísan til 20. gr. laga um meðferð einkamála 19/1991 hefur Þorsteinn nú höfðað meðalgöngusök gegn öðrum málsaðilum og gerir þær dómkröfur að honum verði heimiluð meðalgangan. Jafnframt að honum verði dæmdir þeir hagsmunir sem búa að baki kröfu erfingja Sigurðar K. Hjaltested gagnvart Kópavogsbæ. Dómkrafa Þorsteins á hendur bænum er að fjárhæð kr. 27.541.702.570 og rúmast að öllu leyti innan þeirrar fjárkröfu sem erfingjar Sigurðar K. Hjaltested höfðu sett fram gangvart Kópavogsbæ. Málið verður þingfest 26. apríl nk.
Kópavogsbæ birt meðalgöngustefna Þorsteins Hjaltested ábúanda Vatnsenda fyrir Héraðsdómi Reykjaness
| Quelle: Kópavogsbær