Byggðastofnun - Ársreikningur 2016


Ársreikningur Byggðastofnunar 2016

Ársreikningur Byggðastofnunar fyrir árið 2016, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 31. mars 2017.

Hagnaður ársins nam 157,1 milljónum króna.  Eiginfjárhlutfall í lok júní skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 22,74% en var 21,56% í lok árs 2015.

Um stofnunina gilda lög um Byggðastofnun nr. 106/1999 og reglugerð nr. 347/2000. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við hlutverk sitt undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Fjármögnun verkefna skal eftir föngum vera í samstarfi við aðra. Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra haghafa.  Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins.

Helstu niðurstöður úr ársreikningi Byggðastofnunar 2016

·        Hagnaður ársins nam 157 milljónum króna.

·        Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 22,74% en skal að lágmarki vera 8%

·        Hreinar vaxtatekjur voru 454,8 milljónir króna eða 53,4% af vaxtatekjum, samanborið við 454,8 milljónir króna (54,3% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur árið 2015.

·        Laun og annar rekstrarkostnaður nam 428,2 milljónum króna samanborið við 392,6 milljónir árið 2015.

·        Eignir námu 14.140 milljónum króna og hafa lækkað um 276,6 milljónir frá árslokum 2015.  Þar af voru útlán og fullnustueignir 10.125 milljónir.

·        Skuldir námu 11.233 milljónum króna og lækkuðu um 433,7 milljónir á árinu.

Um ársreikninginn

Hagnaður ársins nam 157,1 milljón króna.  Skýrist hagnaður tímabilsins fyrst og fremst á lægri framlögum á afskriftarreikning útlána og matsbreytingu hlutabréfa. 

Eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar var 22,74% í lok tímabilsins.

Horfur

Eiginfjárstaða stofnunarinnar er áfarm sterk og gefur henni færi á að vera öflugur bakhjarl fyrirtækja á landsbyggðinni.

Fjármálaeftirlitið hefur heimild, samkvæmt 1. og 2. mgr. 84. gr. d laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, til að kveða á um sveiflujöfnunarauka sem er 0-2,5% af áhættugrunni. Í 1. mgr. 84. gr. e, sömu laga er kveðið á um 2,5% verndunarauka. Samkvæmt bréfi frá Fjármálaeftirlitinu, dagsettu 1. nóvember 2016, er kveðið á um 1% verndunarauka frá dagsetningu bréfsins. Verndunaraukinn hækkar í 1,75% þann 1. janúar 2017 og við bætist 1% sveiflujöfnunarauki 1. mars 2017. Samkvæmt yfirliti frá Fjármálaeftirlitinu verður samanlögð krafa um eiginfjárauka 3,75% þann 1. janúar 2018.

Eins og að ofan greinir er eiginfjárstaða Byggðastofnunar sterk og því mun hún geta uppfyllt þessa eiginfjárkröfu.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfanginu adalsteinn@byggdastofnun.is

 

Lykiltölur úr ársreikningi og samanburður við fyrri ár

 

  2016 2015 2014 2013 2012
  Þús. kr. Þús. kr. Þús. kr. Þús. kr. Þús. kr.
Rekstrarreikningur          
Vaxtatekjur 805.887 837.787 813.793 998.367 1.239.328
Vaxtagjöld 375.330 382.996 414.371 561.002 645.570
Hreinar vaxtatekjur 430.558 454.791 399.422 437.365 593.757
Rekstrartekjur 509.380 385.120 448.940 559.846 193.296
Hreinar rekstrartekjur 939.937 839.911 848.362 997.211 787.054
           
Rekstrargjöld 782.821 741.021 499.145 808.294 939.827
Hagnaður (-tap) ársins 157.116 98.891 349.217 188.917 -152.773
           
Með rekstrargjöldum eru færð framlög í afskriftareikning útlána og matsbr. hlutafjár          
Framl. í afskriftarr. útlána og matsbr. hlutaf 83.184 61.012 -117.243 50.960 444.940
           
Efnahagsreikningur 30.12.2016 31.12.2015 31.12.2014 31.12.2013 31.12.2012
Eignir          
Sjóður og kröfur á lánastofnanir 2.757.542 3.081.232 2.062.688 2.421.208 2.213.327
Útlán 10.125.127 10.307.529 10.821.632 11.570.492 13.421.549
Veltuhlutabréf 683.414 372.768 388.993 809.599 763.001
Hlutir í hlutdeildarfélögum 499.258 574.736 513.402
Aðrar eignir 74.883 80.511 130.216 71.009 340.102
Eignir samtals 14.140.223 14.416.775 13.916.931 14.872.307 16.737.980
           
Skuldir og eigið fé          
Lántökur 11.003.741 11.495.402 11.161.775 12.458.421 14.549.688
Aðrar skuldir 228.820 170.826 103.500 111.448 74.769
Skuldir samtals 11.232.561 11.666.228 11.265.275 12.569.868 14.624.458
           
Eigið fé 2.907.663 2.750.547 2.651.656 2.302.439 2.113.522
Skuldir og eigið fé samtals 14.140.223 14.416.775 13.916.931 14.872.307 16.737.980
           
Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings 0 0 18.807 22.552 216.398
           
Sjóðstreymi 2016 2015 2014 2013 2012
Handbært fé (-til) frá rekstri 241.768 207.394 556.712 787.953 638.877
Fjárfestingarhreyfingar -738.880 373.684 569.609 324.400 617.252
Fjármögnunarhreyfingar 173.422 437.466 -1.484.841 -904.473 -1.507.031
Hækkun/(-lækkun) á handbæru fé -323.690 1.018.544 -358.520 207.880 -250.903
Handbært fé í ársbyrjun 3.081.232 2.062.688 2.421.208 2.213.327 2.464.230
Handbært fé í árslok 2.757.542 3.081.232 2.062.688 2.421.208 2.213.327
           
Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði 22,74% 21,56% 20,20% 16,12% 12,55%

 


Anhänge

Ársreikningur 2016.pdf Fréttatilkynning v ársreiknings 2016.pdf