Í dag 27. apríl 2017 var ársreikningur Stykkishólmbæjar 2016 tekinn til fyrri umræðu. Eins og sveitarstjórnarlög kveða á um, skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn. Seinni umræða verður 15. maí n.k.
Í reglugerð nr. 944/2000, um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, sem tók gildi 1. janúar 2001, eru ákvæði um reikningsskil sveitarfélaga. Þar er gert ráð fyrir að sveitarfélög hagi bókhaldi sínu og reikningsskilum í samræmi við ákvæði laga um bókhald nr. 145/1994 og ársreikninga nr. 144/1994 að svo miklu leyti sem sveitarstjórnarlög mæla ekki fyrir á annan veg eða reglugerðir settar á grundvelli þeirra. Ársreikningar sveitarfélaga skulu byggðir á almennum reikningsskilaaðferðum.
Ársreikningur Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2016 byggir á sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður í samræmi við framangreind lög og reglur. Geta skal þess að í ársreikningi þessum er Dvalarheimili aldraðra og þjónustuíbúðir aldraðra í fyrsta sinn í B-hluta Stykkishólmsbæjar.
Helstu lykiltölur: Sjá viðhengi