Garðabær fyrirhugar skuldabréfaútgáfu að fjárhæð allt að 800 milljónum króna. Arion banki hefur umsjón með útboði á bréfunum mánudaginn 29. maí 2017. Boðin verða til sölu ný skuldabréf í opnum flokki GARD 16 01 sem tekinn hefur verið til viðskipta hjá Nasdaq Iceland. Um er að ræða verðtryggð jafngreiðslubréf til 14 ára, en áður hafa verið gefin út í flokknum skuldabréf að nafnverði 720 milljónum króna. Arion banki mun kynna útboðið fyrir hugsanlegum fjárfestum, en það verður lokað og með hollenskri aðferð þar sem öll skuldabréf verða seld á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið verður. Garðabær áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er að hluta eða í heild eða hafna öllum.
Fyrirhuguð útgáfa skuldabréfa er til að mæta áætluðum fjárfestingum Garðabæjar á árinu 2017, sem samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að verði 1.690 milljónir króna. Þar af eru 1.010 m.kr. áætlaðar vegna íþróttamannvirkja og 230 m.kr. til gatnagerðar.
Gert er ráð fyrir að niðurstöður útboðsins verði birtar opinberlega eftir samþykkt bæjarráðs þriðjudaginn 30. apríl, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar þann 1. júní.
Nánari upplýsingar veita:
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri Garðabæjar, á netfanginu ludvik@gardabaer.is eða í síma 525-8530
Birgir Guðfinnsson, markaðsviðskiptum Arion banka, á netfanginu birgir.gudfinnsson@arionbanki.is eða í síma 444-7337