Niðurstaða úr skuldabréfaútboði Garðabæjar


Útboð á skuldabréfum Garðabæjar fór fram 29. maí 2017 í umsjón fjárfestingarbankasviðs Arion banka. Boðin voru ný verðtryggð jafngreiðslubréf til 14 ára í opnum flokki GARD 16 01 að andvirði allt að 800 milljónum króna. Tilboð bárust fyrir samtals 1.850 milljónir króna með ávöxtunarkröfu á bilinu 2,95-3,14%.

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti 30. maí 2017, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar Garðabæjar, að taka tilboðum að andvirði 800 milljónum króna á ávöxtunarkröfunni 3,04%. Niðurstaða útboðsins verður lögð fyrir bæjarstjórn Garðabæjar 1. júní 2017.

Áður útgefin bréf í flokknum GARD 16 01 hafa verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands og verður óskað eftir því að nýju bréfin verði einnig tekin til viðskipta.

Nánari upplýsingar veita:

Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri Garðabæjar, á netfanginu ludvik@gardabaer.is eða í síma 525-8530

Birgir Guðfinnsson, markaðsviðskiptum Arion banka, á netfanginu birgir.gudfinnsson@arionbanki.is eða í síma 444-7337