Skuldabréfaflokkurinn LAFL 03 1 áfram skráður í kauphöll


Eins og fram kom í tilkynningu þann 22. maí sl. kannaði Reitir II ehf. afstöðu eigenda skuldabréfa í skuldabréfaflokknum LAFL 03 1 til afskráningar skuldabréfaflokksins úr kauphöll, en afskráningin er fyrirhuguð í tengslum við skipulagsbreytingar í samstæðu Reita fasteignafélags hf.

Niðurstaða framangreindra viðræðna er sú að skuldabréfaflokkurinn verður áfram skráður í kauphöll að svo stöddu. Nafni útgefanda mun verða breytt í „Norðurslóð 4 ehf.“ og er ráðgert að sú breyting verði skráð á næstu dögum. Engar breytingar verða gerðar á skuldabréfunum, tryggingum fyrir þeim eða öðru sem þeim tengist.

Nánari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson í síma 575 9000 eða 669 4416.