Afkoma Norðurslóðar 4 ehf. (áður Reita II ehf.) á fyrri árshelmingi 2017


Hagnaður Norðurslóðar 4 ehf. á fyrri helmingi ársins 2017 nam 96 milljónum króna samanborið við 643 milljón króna hagnað á sama tímabili árið áður. Rekstrarhagnaður félagsins á tímabilinu nam 59 milljónum króna samanborið við 582 milljónir króna árið áður. Matsbreyting fjárfestingareigna Norðurslóðar 4 ehf. á fyrstu sex mánuðum ársins var 98 milljónir króna en hún var 182 milljónir króna á sama tíma árið áður

Norðurslóð 4 ehf. er eitt dótturfélaga Reita fasteignafélags hf. Félagið hét áður Reitir II ehf. Í upphafi árs var félaginu skipt upp þannig að stærsti hluti efnahagsreiknings félagsins fluttist yfir til systurfélags innan samstæðu Reita fasteignafélags. 

Nánari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson fjármálastjóri Reita fasteignafélags hf. í síma 575 9000 eða 669 4416 (einar@reitir.is).


Anhänge

Norðurslóð 4 ehf árshlutareikningur 30.06.2017.pdf