NÝTT FYRIRKOMULAG MARKAÐSTILKYNNINGA VEGNA STÖÐVUNAR VIÐSKIPTA


Stöðvun viðskipta

Til þess að uppfylla skilyrði ákvæða 32, 52 og 69 í MiFID II munu kauphallir Nasdaq Nordic styðjast við nýtt fyrirkomulag markaðstilkynninga vegna stöðvunar viðskipta frá og með 3. janúar 2018. Nýja fyrirkomulagið verður viðhaft hjá Nasdaq Iceland („Kauphöllinni”), þrátt fyrir að MiFID II taki ekki gildi á Íslandi fyrr en síðar. Skal sérstaklega bent á að markaðstilkynningar vegna stöðvunar viðskipta verða einungis birtar á ensku.

Markaðstilkynningar

Í nýju markaðstilkynningum munu kauphallir Nasdaq Nordic tilgreina ástæðu stöðvunar. Ef viðskipti með tengdar afleiður eru einnig stöðvuð verða þær afleiður tilgreindar undir liðnum „Related instruments”. Undir liðnum „Comments” verður eftir atvikum tilgreint ef viðskipti með aðra fjármálagerninga útgefanda verða einnig stöðvuð, tilboðabækur tæmdar (e. flushed), upplýsingar um tengiliði og/eða ítarlegri upplýsingar um ástæðu stöðvunar viðskipta. XML skrá mun fylgja með markaðstilkynningunum, með samsvarandi upplýsingum.

Að neðan fylgir dæmi um það hvernig markaðstilkynningar vegna stöðvunar viðskipta koma til með að líta út:

  

 
Suspension of Trading in “Company Full Name” at “MIC”
 
Suspension
At Trading Venue “MIC”
Due to “Reason for suspension”
Started on: “Date and Time”
Ongoing: “True”
Comments: “State if; any further instrument related to the issuer will be suspended and/or order books will be flushed and/or contact detail and/or reason for suspension of trading”
 
Issuer: “Company Full Name”, LEI: “Company LEI Code”
Instrument: “Short Name, ISIN”
Related Instruments:
“Related Instruments ISIN Code”
 
The Financial Supervisory Authority for “MIC” has been notified
Attachments:

 

  

Frekari upplýsingar um ofangreindar breytingar má nálgast hjá eftirlitssviði Nasdaq Iceland, s. 525 2810 eða í gegnum netfangið: surveillance.ice@nasdaq.com