Niðurstaða úr skuldabréfaútboði Garðabæjar


Garðabær, 13. febrúar 2018

Útboð á skuldabréfum í nýjum skuldabréfaflokki Garðabæjar, GARD 160238, fór fram 12. febrúar 2018 í umsjón Íslandsbanka. Um er að ræða opinn skuldabréfaflokk til 20 ára með jafngreiðslufyrirkomulagi. Tilboð bárust fyrir samtals 2.100 milljónir króna á ávöxtunarkröfu á bilinu 2,45% til 2,65%.

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti í dag, 13. febrúar 2018, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar Garðabæjar, að taka tilboðum að fjárhæð 1.850 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 2,64%. Ákvörðun bæjarráðs verður lögð til staðfestingar bæjarstjórnar þann 15. febrúar 2018.

Óskað verður eftir því að skuldabréf í skuldabréfaflokknum verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland fyrir loka febrúar 2018.