Marel - Hækkun hlutafjár


Samkvæmt 84. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 skal útgefandi, ef hann hækkar eða lækkar hlutafé sitt eða fjölgar eða fækkar atkvæðum, á síðasta viðskiptadegi þess mánaðar er breytingarnar eiga sér stað, birta opinberlega heildarfjölda hluta og heildarfjölda atkvæða. 

Á aðalfundi Marel hf. þann 6. mars 2019 var stjórn félagsins veitt heimild til að hækka hlutafé félagsins um  kr. 100.000.000 að nafnvirði sem skyldu notaðir í útboði í tengslum við tvíhliða skráningu hlutabréfa í félaginu. Hækkunin er nú komin til framkvæmda og fór hún fram í tveimur hlutum. Þann 6. júní 2019 var hlutafé hækkað um kr. 90.909.091 að nafnvirði og þann 26. júní 2019 var hlutafé hækkað um kr. 9.090.909 að nafnvirði. Hækkar því hlutafé félagsins úr kr. 671.007.916 að nafnvirði í kr. 771.007.916 að nafnvirði, sem skiptist í jafnmarga hluti. Hverjum hlut fylgir eitt atkvæði. 

Fjárfestatengsl:

Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563-8001.