Kópavogsbær efnir til útboðs á skuldabréfum miðvikudaginn 21. ágúst næstkomandi. Boðin verða til sölu skuldabréf í skuldabréfaflokknum, KÓP 15 1, en um er að ræða verðtryggð bréf með jöfnum afborgunum og lokagjalddaga þann 4. maí 2040. Útboð skuldabréfanna verður með „hollensku fyrirkomulagi“, þ.e. hæsta samþykkta ávöxtunarkrafa ræður söluverðinu.
Gert er ráð fyrir að uppgjör viðskiptanna verði mánudaginn 26. ágúst næstkomandi og töku skuldabréfanna til viðskipta fyrir lok ágústmánaðar.
Íslandsbanki hefur umsjón með útgáfu og útboði skuldabréfanna en tekið verður við tilboðum til klukkan 16:00 miðvikudaginn 21. ágúst næstkomandi. Kópavogsbær áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum að hluta til eða í heild. Allar nánari upplýsingar eru veittar af Verðbréfamiðlun Íslandsbanka.