Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2020 ásamt þriggja ára áætlun er lögð fram í bæjarráði Garðabæjar 29. október 2019. Áætlunin verður lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Garðabæjar 7. nóvember 2019 og áætlað er að síðari umræða um áætlunina fari fram í bæjarstjórn Garðabæjar 5. desember 2019.
Samkvæmt áætluninni er rekstrarafgangur A og B hluta 566 m.kr. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir nemi um 2.270 m.kr. þar af er ætlað að byggja nýtt fjölnota hús og ljúka við viðbyggingu Álftanesskóla.
Gert er ráð fyrir að framlegð nemi 13,8%, skuldahlutfall verði um 96% og skuldaviðmið 83%.
Meðfylgjandi er fjárhagsáætlun Garðabæjar 2020.
Viðhengi