Fjármálaeftirlitið fellst á að TM hf. fari með virkan eignarhlut í Lykli fjármögnun hf.


Vísað er til tilkynningar TM frá 10. október sl. varðandi kaup þess á Lykli fjármögnun hf. Nú hefur Fjármálaeftirlitið tilkynnt þá niðurstöðu sína að TM sé hæft að fara með eignarhlut í Lykli fjármögnun hf. sem nemur svo stórum hluta að Lykill mun teljast dótturfélag TM, sbr. 2. mgr. 42. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Að fenginni þessari niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins hefur verið aflétt öllum fyrirvörum sem kaupin á Lykli voru háð.