Reykjavík, 30. júní 2020
Samkvæmt tilkynningu frá Origo hf. þann 7. maí sl. mun Finnur Oddsson láta af störfum sem forstjóri félagsins í sumar. Síðasti starfsdagur Finns er í dag.
Samanber tilkynningu frá Origo þann 18. júní síðastliðinn hefur stjórn félagsins ráðið Jón Björnsson sem forstjóra félagsins og mun hann hefja störf hjá félaginu þann 21. ágúst næstkomandi.
Stjórn Origo hf. hefur falið Gunnari Má Petersen, framkvæmdarstjóra Fjármálasviðs félagsins að gegna stöðu forstjóra tímabundið þar til Jón hefur störf í ágúst nk.