Í fundarboði aðalfundar Brims hf. var tilgreint að gætt yrði að gildandi fyrirvörum stjórnvalda um fjöldatakmarkanir, nálægðarmörk og sóttvarnir. Stjórnvöld hafa í dag boðað til ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita og sett meðal annars á 10 manna fjöldatakmarkanir, auk annarra íþyngjandi ráðstafana sem munu taka gildi á miðnætti og gilda næstu þrjár vikur.
Aðalfundur Brims hf. verður því einungis haldinn rafrænt fimmtudaginn 25. mars 2021.
Fundurinn fer fram á íslensku og hefst klukkan 17. Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, eru beðnir um að skrá sig tímanlega á vefsíðunni www.smartagm.com. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á.
Aðstoð við skráningu á aðalfundinn er hægt að fá á netfanginu: adalfundur@brim.is
Nánari upplýsingar á heimasíðu Brims https://www.brim.is/brim/fjarfestar/adalfundur2021/