Marel kynnir afkomu þriðja ársfjórðungs 2021 (allar upphæðir eru í evrum)
- Sterkar mótteknar pantanir hafa leitt til stöndugrar og vel samsettrar pantanabókar. Góður ársfjórðungur í alifuglaiðnaði- og fiskiðnaði en lægri pantanir í kjötiðnaði.
- Auking fjárfesting í markaðssókn, nýsköpun og innviðum til að mæta væntum tekjuvexti.
- Marel hefur markvisst byggt upp öryggisbirgðir af varahlutum og íhlutum til framleiðslu. Sjóðstreymi frá rekstri var gott að teknu tilliti til aukinnar fjármagnsbindingar í birgðum.
- Rík áhersla lögð á afhendingaröryggi, en áfram þrýstingur á framlegð sökum áskorana í framleiðslu og flutningum. Í ársfjórðungnum hækkaði Marel verð á vörum og þjónustu um 4-6% til að mæta auknum kostnaði.
Helstu atriði í afkomu þriðja ársfjórðungs 2021 (3F21):
- Pantanir námu 360,6 milljónum evra (3F20: 282,5m).
- Pantanabókin1 stóð í 527,8 milljónum evra (3F20: 434,3m).
- Tekjur námu 331,9 milljónum evra (3F20: 287,2m).
- EBIT2 nam 36,0 milljónum evra (3F20: 44,1m), sem var 10,8% af tekjum (3F20: 15,4%).
- Hagnaður nam 23,2 milljónum evra (3F20: 29,4m).
- Hagnaður á hlut (EPS) var 3,10 evru sent (3F20: 3,93 evru sent).
- Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 19,7 milljónum evra (3F20: 54,1m). Markviss uppbygging öryggisbirgða af íhlutum til framleiðslu og varahlutum í fjórðungnum nam 26,0 milljónum evra. Frjálst sjóðstreymi nam 0,1 milljónum evra(3F20: 36,6m).
- Skuldahlutfall (nettó skuldir/EBITDA) var 0,9x í lok september (2F21: 0,8x, 3F20: 0,5x).
Helstu atriði í afkomu janúar - september 2021 (9M21)
- Pantanir námu 1.101,3 milljónum evra (9M20: 914,4m).
- Tekjur námu 993,4 milljónum evra (9M20: 894,5m).
- EBIT2 nam 112,6 milljónum evra (9M20: 114,5m), sem var 11,3% af tekjum (9M20: 12,8%).
- Hagnaður nam 67,7 milljónum evra (9M20: 73,5m).
- Hagnaður á hlut (EPS) var 9,05 evru sent (9M20: 9,75 evru sent).
- Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 157,8 milljónum evra (9M20: 178,7m).
- Frjálst sjóðstreymi nam 100,2 milljónum evra (9M20: 122,8m).
1 Að meðtalinni pantanabók Curio og PMJ, að fjárhæð 4,2 milljónir evra í 1F21. 2 Rekstrarniðurstaða aðlöguð fyrir afskrift á óefnislegum eignum sem tengjast yfirtökum (PPA). Frá og með fjórða ársfjórðungi 2020 er einnig aðlagað fyrir kostnaði tengdum yfirtökum.
Ítarlegri umfjöllun um rekstur og afkomu félagsins má finna í enskri útgáfu fréttatilkynningarinnar (íslenska útgáfan veitir aðeins yfirlit yfir helstu þætti uppgjörsins, horfur, fjárfestafund og fjárhagsdagatal).
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri:
„Heimsfaraldurinn hefur haft varanleg áhrif á virðiskeðju matvæla þar sem sjálfvirknivæðing, róbótatækni og rafrænar lausnir leiða framþróun sjálfbærrar matvælavinnslu. Skortur á vinnuafli, launaskrið og krafa um fjarlægðarmörk á vinnustöðum ýta undir auknar fjárfestingar. Með stöðugri nýsköpun hefur Marel undanfarið kynnt fjölda nýrra lausna sem styðja vel við aukna samkeppnishæfni viðskiptavina okkar. Í núverandi markaðsumhverfi skiptir lykilmáli að búa yfir snerpu og sveigjanleika til að svara ákalli neytenda um öruggar gæðavörur sem eru framleiddar á sjálfbæran hátt og henta fyrir mismunandi dreifileiðir í gegnum netverslun, veitingarekstur og hefðbundna stórmarkaði.
Á þremur síðustu ársfjórðungum hafa pantanir náð nýjum hæðum. Pantanir á þriðja ársfjórðungi námu 361 milljónum evra og samanlagðar pantanir fyrir fyrstu níu mánuði ársins jukust um 20% á milli ára. Sérstaklega áttu alifuglaiðnaður og laxaiðnaður góðu gengi að fagna í fjórðungnum þar sem viðskiptavinir eru að tryggja sér nýjar framleiðslulínur með framsæknum róbótum, skurðarlausnum og skynjaratækni auk margvíslegra hugbúnaðarlausna. Við höfum væntingar um góða áframhaldandi þróun í pöntunum, þar sem söluverk í vinnslu eru enn að vaxa þvert á iðnaði og landsvæði og við horfum því bjartsýn fram á veginn.
Við höfum siglt nokkuð stöðugt í gegnum heimsfaraldurinn en enn gætir áhrifa af áskorunum tengdum aðfangakeðju, auknum flutningskostnaði og verðbólgu í hrávörum. Til að mæta þessum áskorunum höfum við lagt áherslu á aukna vöruþróun, aukið markaðs- og sölustarf á lykilmörkum og lagt allt kapp á að tryggja afhendingu á vörum okkar og þjónustu á réttum tíma til viðskiptavina. Tekjur í fjórðungnum voru 332 milljónir evra með 11% rekstrarframlegð, sem er töluvert undir sögulegri afkomu og markmiðum okkar. Til að mæta auknum kostnaði hækkuðum við verð á vöru og þjónustu um 4-6% í fjórðungnum sem mun smám saman skila sér í auknum tekjum. Við höfum nýtt sterkan efnahag félagsins til að bæta enn í vöru- og íhlutabirgðir til að mæta áskorunum í aðfangakeðju og tryggja að matvælakeðjan haldist gangandi. Sjóðstreymi er firnasterkt það sem af er ári þrátt fyrir verulega aukningu á birgðum.
Í ljósi sterkrar pantanastöðu og hagstæðrar samsetningar eftir iðnuðum og vöruflokkum gerum við ráð fyrir hærri tekjum og rekstarframlegð á komandi fjórðungum. Við stöndum við markmið okkar um 16% EBIT fyrir árslok 2023.”
Helstu tölur uppgjörsins
3Q21 | 3Q20 | ∆ YoY | As per financial statements | 9M21 | 9M20 | ∆ YoY | ||||||
331.9 | 287.2 | 15.6% | Revenues | 993.4 | 894.5 | 11.1% | ||||||
123.2 | 112.5 | 9.5% | Gross profit | 366.2 | 334.0 | 9.6% | ||||||
37.1% | 39.2% | Gross profit as a % of revenues | 36.9% | 37.3% | ||||||||
36.0 | 44.1 | -18.4% | Adjusted result from operations (Adjusted EBIT) | 112.6 | 114.5 | -1.7% | ||||||
10.8% | 15.4% | EBIT1 as a % of revenues | 11.3% | 12.8% | ||||||||
48.0 | 55.7 | -13.8% | EBITDA | 145.1 | 150.2 | -3.4% | ||||||
14.5% | 19.4% | EBITDA as a % of revenues | 14.6% | 16.8% | ||||||||
(4.6) | (2.7) | 70.4% | Non-IFRS adjustments | (18.1) | (7.9) | 129.1% | ||||||
31.4 | 41.4 | -24.2% | Result from operations (EBIT) | 94.5 | 106.6 | -11.4% | ||||||
9.5% | 14.4% | EBIT as a % of revenues | 9.5% | 11.9% | ||||||||
23.2 | 29.4 | -21.1% | Net result | 67.7 | 73.5 | -7.9% | ||||||
7.0% | 10.2% | Net result as a % of revenues | 6.8% | 8.2% | ||||||||
360.6 | 282.5 | 27.6% | Orders Received | 1,101.3 | 914.4 | 20.4% | ||||||
527.8 | 434.3 | Order Book2 | 527.8 | 434.3 | 21.5% | |||||||
3Q21 | 3Q20 | Cash flows | 9M21 | 9M20 | ||||||||
19.7 | 54.1 | Cash generated from operating activities, before interest & tax | 157.8 | 178.7 | ||||||||
10.4 | 49.8 | Net cash from (to) operating activities | 132.6 | 147.2 | ||||||||
(12.7) | (15.2) | Investing activities | (65.1) | (36.0) | ||||||||
(18.2) | (108.1) | Financing activities | (85.2) | (330.3) | ||||||||
(20.5) | (73.5) | Net cash flow | (17.7) | (219.1) | ||||||||
30/09 | 31/12 | |||||||||||
Financial position | 2021 | 2020 | ||||||||||
Net Debt (Including Lease liabilities) | 186.6 | 205.2 | ||||||||||
Operational working capital3 | 89.0 | 78.9 | ||||||||||
Key ratios | 9M21 | 9M20 | ||||||||||
Current ratio | 1.0 | 1.0 | ||||||||||
Quick ratio | 0.6 | 0.6 | ||||||||||
Return on equity4 | 9.3% | 10.5% | ||||||||||
Leverage5 | 0.9 | 0.5 | ||||||||||
Number of outstanding shares (millions) | 754.0 | 747.9 | ||||||||||
Market capitalization in EUR billion based on exchange rate at end of period | 4.6 | 3.2 | ||||||||||
Basic earnings per share in EUR cents | 9.05 | 9.75 |
1 Operating income adjusted for PPA related costs, including depreciation and amortization, and as of Q4 2020, acquisition related costs. 2 Including acquired order book of Curio and PMJ of EUR 4.2m in 1Q21. 3 Trade receivables, inventories, net contract assets & contract liabilities, trade payables. 4 Net results (annualized) / average of total equity. 5 Net debt (Including lease liabilities) / LTM EBITDA.
Fjárfesting í áframhaldandi vexti
Til að þjóna þörfum viðskiptavina Marel enn betur til framtíðar og nýta vaxtartækifæri í breytilegum markaðsaðstæðum, er gert ráð fyrir að fjárfestingar í rekstrarfjármunum aukist um sem nemur 200 punkta hækkun næstu fjögur árin.
Marel er áreiðanlegur þjónustuaðili og aukin áhersla verður lögð á sjálfvirknivæðingu og stafrænar lausnir í allri umsýslu með varahluti til að tryggja skamman afhendingartíma og sveigjanleika gagnvart breytilegri samsetningu pantanabókar.
Marel sér jafnframt tækifæri í aukinni fjárfestingu í sölu og þjónustu til viðskiptavina á vaxtarmörkuðum, fjárfestingu í þróun stafrænna lausna, hagræðingu í framleiðslu og á stoðsviðum, sem og aukinni sjálfvirkni og stafrænni þróun í framleiðslu og þjónustuneti félagsins.
Marel býður á röð fjárfestadaga Marel 360°
Fjárfestadagur Marel verður með nýju sniði í ár, en markaðsaðilum er boðið á röð viðburða sem saman gefa 360° sýn á Marel. Dagskrá Marel 360° viðburðanna samanstendur af rafrænni heimsókn í höfuðstöðvar Marel á Íslandi og hlaðvarpsþáttum með viðtölum við lykilstarfsmenn auk fjögurra netviðburða sem snúa að fjórum lykilþáttum í stefnu Marel til framtíðar. Fjallað verður um Marel sem vaxtarfyrirtæki, einstakt sölu- og þjónustunet félagins um heim allan, nýjungar í hugbúnaðarlausnum og aukna áherslu á sjálfbærni í matvælaframleiðslu og rekstri félagsins.
Viðburðirnir munu hefjast kl. 14:00 og standa yfir í allt að 90 mínútur hver um sig. Fjölbreytt úrval fyrirlesara og pallborðsumræður verða í beinni útsendingu svo ekki gleyma að taka frá dagana:
- 7. október: Rafræn heimsókn í Marel á Íslandi (upptaka aðgengileg á marel.com/ir)
- 11. nóvember: Vöxtur (e. growth)
- 18. nóvember: Alþjóðlegt sölu- og þjónustunet (e. global reach)
- 2. desember: Stafrænt ferðalag (e. digitalization)
- 9. desember: Sjálfbærni (e. sustainability)
Horfur
Markaðsaðstæður hafa verið krefjandi í ljósi umróts á heimsmörkuðum og yfirstandandi COVID-19 heimsfaraldurs. Marel býr að góðri dreifingu tekna á milli markaða og iðnaða í gegnum alþjóðlegt sölu- og þjónustunet sitt ásamt breiðu og framsæknu vöru- og þjónustuframboði. Sem stendur er ekki vitað hver fjárhagsleg áhrif COVID-19 munu verða á Marel.
Marel stendur við vaxtarmarkmið sín til meðallangs- og langs tíma.
Marel stefnir að um 40% framlegð (e. gross profit), 18% sölu-, markaðs- og stjórnunarkostnaði og 6% þróunarkostnaði, til meðallangs tíma.
Marel stefnir að 12% meðalvexti árlega yfir tímabilið 2017-2026 sem byggir á öflugri markaðssókn og nýsköpun, samstarfi við lykilaðila og yfirtökum á fyrirtækjum.
- Marel gerir ráð fyrir að almennur markaðsvöxtur nemi 4-6% til lengri tíma. Með sterkri markaðssókn og nýsköpun stefnir Marel að innri vexti umfram almennan markaðsvöxt.
- Gera má ráð fyrir að áframhaldandi traustur rekstur og sterkt sjóðstreymi geti stutt við 5-7% ytri meðalvöxt á ári.
- Marel gerir ráð fyrir að hagnaður á hlut vaxi hraðar en tekjur.
Áætlaður vöxtur er háður hagsveiflum og þeim tækifærum sem eru í boði hverju sinni og því má gera ráð fyrir að hann verði ekki línulegur. Reikna má með breytilegri afkomu á milli ársfjórðunga vegna efnahagsþróunar, sveifla í pöntunum og tímasetningu stærri verkefna.
Afkomuefni
Ítarlegri umfjöllun um rekstrarafkomu má finna í enskri útgáfu fréttatilkynningar sem er í viðhengi. Sé misræmi á milli uppgjörstilkynninga félagsins á íslensku annars vegar og ensku hins vegar, skal enska útgáfan gilda þar sem tilkynningar eru þýddar af ensku yfir á íslensku.
Rafrænn afkomufundur með markaðsaðilum
Fimmtudaginn 21. október 2021 kl. 8:30 verður haldinn afkomufundur fyrir fjárfesta og markaðsaðila. Fundurinn verður eingöngu rafrænn en þar munu Árni Oddur Þórðarson forstjóri og Linda Jónsdóttir fjármálastjóri kynna afkomu félagsins og helstu atriði úr rekstri á þriðja ársfjórðungi.
Fundinum verður vefvarpað beint á www.marel.com/webcast og upptaka verður aðgengileg á www.marel.com/ir eftir fundinn.
Markaðsaðilar geta einnig hringt inn á fundinn:
- IS: +354 800 7437 (PIN 58395655#)
- NL: +31 107129162
- UK: +44 33 3300 9267
- US: +1 631 913 1422 (PIN 58395655#)
Fjárhagsdagatal
Marel mun birta árshluta- og ársuppgjör félagsins samkvæmt neðangreindu fjárhagsdagatali:
- 4F 2021 – 2. febrúar 2022
Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaðar. Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita Fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563 8001.
Samskiptasvið
Fjölmiðlafyrirspurnir skulu sendar á samskiptasvið Marel í gegnum netfangið globalcommunications@marel.com og í síma 563 8200.
Um Marel
Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá Marel starfa nú um 7.000 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi. Marel velti 1.238 milljónum evra árið 2020, en árlega fjárfestir félagið um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið var stofnað 1983, skráð í Kauphöll Íslands árið 1992, og tvíhliða skráð í Euronext kauphöllina í Amsterdam árið 2019.
Athygli fjárfesta er vakin á eftirfarandi:
Sumar staðhæfingar í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna við birtingu hennar. Í eðli sínu fela slíkar staðhæfingar því í sér óvissu. Við vekjum þess vegna athygli fjárfesta á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í þessari tilkynningu. Tilkynningin verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar.
Gögn um markaðshlutdeild
Yfirlýsingar um markaðshlutdeild, þar með taldar þær sem varða samkeppnisstöðu Marel, byggjast á utanaðkomandi heimildum og gögnum, svo sem gögnum frá rannsóknastofnunum, iðnaðar- og sölunefndum og hópum, ásamt mati stjórnenda Marel. Séu upplýsingar ekki tiltækar fyrir Marel kunna slíkar yfirlýsingar að vera byggðar á áætlunum og mati utanaðkomandi aðila og/eða stjórnenda. Markaðsstaða er byggð á sölutölum nema annað sé tekið fram.
Viðhengi
- Marel Q3 2021 Condensed Consolidated Interim Financial Statements (Excel)
- Marel Q3 2021 Condensed Consolidated Interim Financial Statements
- Marel Q3 2021 Press Release