Meðfylgjandi er kynningin frá fjárfestafundi Marel í dag þar sem fjallað er um sjálfbærni, bæði í nýsköpun á hátæknilausnum til viðskiptavina og í starfsemi félagsins.
Í ár heldur Marel rafræna fjárfestadaga þar sem stjórnendur Marel ásamt sérfræðingum og viðskiptavinum veita einstaka 360° innsýn í starfsemi Marel.
Í dag, 9. desember 2021 kl. 14:00, fer fram fimmti fjárfestadagur Marel með fjárfestum og markaðsaðilum. Þessi fjárfestadagur er jafnframt sá síðasti í 360° viðburðaseríu félagsins í nóvember og desember, hver með sínu þema.
Yfirskrift fundarins í dag er “Sjálfbærni” en þar munu lykilstjórnendur Marel, þar á meðal Árni Oddur Þórðarson forstjóri, Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla og Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim, fara yfir hvernig Marel, með stöðugri nýsköpun og nánu samstarfi við viðskiptavini, leggur lóð sína á vogarskálarnar við að tryggja sjálfbær, örugg og holl matvæli til ört vaxandi heimsbyggðar.
Skráning fer fram hér og er opin öllum. Upptaka af fundinum, ásamt fyrri fundum verður aðgengileg á marel.com/cmd360.
Fjárfestadagar Marel 360° - viðburðasería
- 7. október – Rafræn heimsókn í höfuðstöðvar Marel og hvítfiskvinnslu Brim
- 11. nóvember – Tækifæri til vaxtar
- 18. nóvember – Sala og þjónusta á heimsvísu
- 2. desember – Stafrænar lausnir
- 9. desember – Sjálfbærni
Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita Fjárfestatengsl í gegnum netfangið ir@marel.com og í síma 563 8001.
Samskiptasvið
Fjölmiðlafyrirspurnir skulu sendar á Samskiptasvið Marel í gegnum netfangið globalcommunications@marel.com og í síma 563 8200.
Um Marel
Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá Marel starfa nú um 7.000 manns í yfir 30 löndum, þar af um 750 á Íslandi. Marel velti 1,2 milljörðum evra árið 2020, en árlega fjárfestir félagið um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið var stofnað 1983, skráð í Kauphöll Íslands árið 1992, og tvíhliða skráð í Euronext kauphöllina í Amsterdam árið 2019.
Viðhengi