Ársreikningur Kópavogs fyrir árið 2021 var lagður fram til seinni umræðu í bæjarstjórn Kópavogs í dag.
Niðurstaða ársreiknings er að rekstrarafgangur A- og B-hluta eru 96 milljónir króna, sem er um 800 milljónum króna betri afkoma en gert var ráð fyrir á fjárhagsáætlun ársins. A-hluti var neikvæður um 468 milljónir króna en gert hafði verið ráð fyrir rúmum milljarði í tap í A-hlutanum.
Við endurskoðun ársreiknings, sem lagður var fram 7. apríl síðastliðinn, var gerð leiðrétting á útsvarstekjum og við það lækkaði rekstrarafgangur 492 milljónir króna.
Breytingin hefur áhrif á skuldaviðmið, sem þó hefur ekki verið lægra síðan ákvæði um það var sett í lög. Skuldaviðmið A-hlutans var 86%. Skuldaviðmið A- og B-hluta, samstæðunnar, var 96% í árslok 2021 en var 105% í árslok 2020. Viðmið samkvæmt lögum þarf að vera undir 150%.
Önnur áhrif breytinganna eru óveruleg.
Viðhengi