- Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar var 25% hærri á fyrsta ársfjórðungi 2022 en á sama tímabili 2021
- Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) hækkaði um 305 milljónir kr. milli tímabila og jókst um 46%
- Sala á kútabjór til veitingastaða tvöfaldaðist
- Ný framleiðslulína var tekin í notkun
Árshlutareikningur samstæðu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. fyrir tímabilið 1. mars 2022 – 31. maí 2022 var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi 30. júní 2022.
Helstu niðurstöður árshlutareiknings:
- EBITDA nam 963 millj. kr. samanborið við 657 millj. kr. á 1F 2021, sem jafngildir 46% hækkun milli ára.
- Eigið fé í lok 1F 2022 nam 8,0 ma. kr. og eiginfjárhlutfall 32% sem er óbreytt frá lok síðasta fjárhagsárs.
- Nettó vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingu voru 7.932 millj. kr. í lok 1F 2022 samanborið við 8.366 millj. kr. í lok árs 2021.
- Hagnaður eftir skatta var 521 millj. kr. og jókst um 60%.
Samkvæmt uppgjöri fyrsta ársfjórðungs jókst rekstrarhagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) um 305 milljónir króna frá sama tímabili árið 2021, var 963 milljónir króna 2022 en var 657 milljónir króna 2021. Hagnaður eftir skatta var 521 milljón króna og jókst um 195 milljónir króna milli ára. Eigið fé Ölgerðarinnar var 8 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 32%. Þá lækkuðu vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé um 434 milljónir króna á tímabilinu.
Rekstur Ölgerðarinnar gekk vel á tímabilinu og jókst vörusala þess um 25% milli tímabila og munar þar um kaup Danól ehf. á viðskiptasamböndum Ásbjörns Ólafssonar ehf, mikla söluaukning til hótela og veitingastaða auk þess sem Ölgerðin er að styrkja stöðu sína á lykilmörkuðum með vörunýjungum og breyttu vöruframboði í drykkjarvöru. Þá hefur möguleikum í pakkningum á drykkjarvörum fjölgað umtalsvert með fjárfestingu í nýrri framleiðslulínu sem tekin var í notkun á tímabilinu sem gefur tækifæri til mun fjölbreyttara vöruúrvals.
Þann 27. maí 2022 lauk hlutafjárútboði á 29,5% af þegar útgefnum hlutum í Ölgerðinni sem var undanfari skráningar í félagsins á aðalmarkað Kauphallarinnar. Skráningin fór svo fram þann 9. júní 2022 og fyrstu viðskipti með bréfin þann dag. Samhliða skráningu Ölgerðarinnar tók stjórn félagsins ákvörðun um að gefa öllu fastráðnu starfsfólki hlutafé í Ölgerðinni.
„Við erum hæstánægð með afkomuna fyrstu þrjá mánuði fjárhagsársins. Tekjuvöxturinn er góður og stærsti sölumánuður í sögu fyrirtækisins var á þessu tímabili. Sumarið 2021 var afar gott þegar litið var til sölutalna og við horfum bjartsýn til þessa sumars. Það er ánægjulegt að sjá jákvæð viðbrögð markaðarins við skráningu á hlutum Ölgerðarinnar og við hlökkum til að takast á við komandi verkefni,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Viðhengi
- Árshlutareikningur samstæðu Ölgerðarinnar F1 2022
- Fréttatilkynning árshlutareikningur - Ölgerðin F1 2022