Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. mun birta uppgjör fyrir tímabilið 1. mars 2022 til 31. ágúst 2022, eftir lokun markaða á morgun, þriðjudaginn 11. október 2022.
Kynningarfundur vegna uppgjörsins verður haldinn þriðjudaginn 11. október klukkan 16:30. Á fundinum kynna stjórnendur rekstur og afkomu félagsins og svara spurningum.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík. Boðið verður upp á veitingar. Fundinum verður einnig streymt.
Skráning á viðburðinn fer fram á Ölgerðin hálfsársuppgjör | Velkomin