Marel: Breyting á framkvæmdastjórn og innra skipulagi félagsins (Focus First)


Marel tilkynnir um breytt skipulag félagsins, Focus First, til að styðja við markmið um framtíðarvöxt og arðsemi til lengri tíma. Breytingunni er ætlað að efla verðmætasköpun með viðskiptavini í forgrunni, auka ábyrgð tekjusviða og virkja enn frekar farsælt samstarf innan félagsins.

Hið breytta skipulag samanstendur af 7 tekjusviðum, stoðsviðum og sölu- og þjónustusetrum (e. Customer Centers).

  • Tekjusviðin eru Poultry, Meat, Fish, Retail and Food Service Solutions (RFS), Software Solutions og Plant, Pet and Feed, til viðbótar við Service sem bætist við sem sérstakt tekjusvið frá og með árinu 2025.
  • Þvert á tekjusvið verða starfrækt stoðsvið (e. functions) sem munu styðja tekjusviðin í samræmdri framkvæmd og veita sérfræðiþekkingu.
  • Sölu- og þjónustusetur munu styðja við alþjóðlegt sölu- og þjónustunet félagsins og styrkja sambandið við viðskiptavini félagsins um allan heim.

Í fjárhagsuppgjörum félagsins munu uppgjörssvið áfram vera fjögur: Poultry, Meat, Fish og Plant, Pet and Feed.

Framkvæmdastjórn Marel og skipurit

Í samræmi við nýtt innra skipulag mun framkvæmdastjórn vera skipuð sex eftirfarandi framkvæmdastjórum með það að markmiði að tryggja skilvirkni, hraða og skalanleika:

  • Chief Executive Officer (CEO): Arni Oddur Thordarson
  • Chief Business Officer and Deputy CEO (CBO and Deputy CEO): Arni Sigurdsson (Business Divisions, Service and Business Development)
  • Chief Operating Officer (COO): Linda Jonsdottir (Customer Centers, Innovation, Supply Chain, Marketing, Sales Excellence and Operational Excellence)
  • Chief Financial Officer (CFO): Stacey Katz (Finance, IT, Global Business Services and Investor Relations)
  • Chief Human Resource Officer (CHRO): David Freyr Oddsson (People & Culture)
  • Chief Strategy Officer (CSO):   Laus staða (Strategy)

Aðrir stjórnendur Marel

David Wilson, framkvæmdastjóri Marel Meat, lætur af störfum fyrir félagið. David hefur starfað hjá Marel frá árinu 1998 og verið hluti af framkvæmdastjórn félagsins frá árinu 2013. Marel þakkar David Wilson fyrir hans mikilvæga framlag og hollustu síðastliðin 24 ár og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.

Roger Claessen, framkvæmdastjóri Marel Poultry, mun taka tímabundið við sem framkvæmdastjóri Marel Meat þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Tveir reyndir stjórnendur Marel Poultry, Dirk den Hartog, Service Director, og Arie Tulp, Sales and Marketing Director, munu stýra Marel Poultry tímabundið.

Aðrir núverandi framkvæmdastjórar verða áfram hluti af leiðtogateymi Marel og munu ásamt nýrri framkvæmdastjórn vinna áfram að vaxtarmarkmiðum félagsins.

Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita Fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563 8001. 

Um Marel

Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Í gegnum árin, hefur Marel skref fyrir skref, útvíkkað starfsemi sína. Með kaupunum á Wenger, sem tilkynnt voru 27. apríl, myndast fjórða stoðin í viðskiptamódeli Marel með áherslu á lausnum fyrir matvælavinnslu fyrir gæludýr, plöntuprótein og fóður fyrir fiskeldi. Hjá félaginu starfa yfir +7.000 manns í yfir 30 löndum, þar af um 750 á Íslandi. Tekjur Marel námu um 1,4 milljarði evra árið 2021 en árlega fjárfestir Marel um 6% af tekjum í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið hefur verið skráð í Kauphöll Íslands síðan 1992 og var lokið við tvíhliða skráningu í Euronext Kauphöllina í Amsterdam árið 2019. Frekari upplýsingar má finna á marel.com/ir.


Viðhengi


Marel Focus First Organizational Structure