Uppgjör Brims á þriðja ársfjórðungi 2022


Rekstur á þriðja ársfjórðungi

  • Tekjur Brims af vörusölu voru 116 milljónir evra á fjórðungnum en var 92 milljónir evra á sama tíma í fyrra. Auknar sölutekjur skýrast af sölu uppsjávarafurða og aukinni veltu sölufélaga.
  • EBITDA hagnaður fjórðungsins var 34 milljónir evra og jókst hann um 8,4 milljónir evra frá sama tíma fyrra ári. Meginástæða aukins hagnaðar er betri afkoma uppsjávarsviðs.
  • Hagnaður fjórðungsins var 23,2 milljónir evra og hækkar um 3,3 m€ milli ára, í hagnaði á þriðja fjórðungi fyrra árs var söluhagnaður skips uppá 3,0 m€.
  • Botnfiskaflinn var 11.300 tonn á tímabilinu á móti 13.200 tonnum á fyrra ári, helsta breytingin er minni þorskafli.
  • Uppsjávarskip félagsins veiddu 29.300 tonn af makríl og síld á tímabilinu á móti 21.300 tonnum á fyrra ári.
  • Efnahagur félagsins er sterkur, heildareignir 876 milljónir evra og eiginfjárhlutfall 51%.

 

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri:

„Afkoma fjórðungsins er góð og ánægjulegt að sjá hvað rekstur félagsins er orðinn stöðugur.  Þrátt fyrir óvissu í Evrópu núna vegna stríðs og mikillar hækkunar á orkuverði  hefur sala á afurðum Brims gengið vel.   Erfitt  er að spá um hvað gerist á okkar afurðamörkuðum á næstu mánuðum en það styrkir Brim að vera með sínar afurðir í mörgum heimsálfum. Sterkt og gott sölunet styrkir alla þætti starfseminnar á tímum eins og núna. Efnahagur félagsins er traustur og eiginfjárstaðan góð og þess vegna getur Brim haldið áfram að fjárfesta í mikilvægum hlekkjum virðiskeðjunnar.

Í október undirritaði Brim samkomulag um kaup á 50 prósenta hlut í dönsku alþjóðlegu sölu- og framleiðslufélagi á sjávarafurðum, Polar Seafood Denmark, og markar það upphaf á samvinnu okkar við þetta sterka félag.  Jafnframt eru þessi kaup liður í að styrkja alla hlekki í virðiskeðju Brims. “

Meginniðurstöður janúar – september færðar til íslenskra króna
Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrstu níu mánuði árins 2022 (1 evra = 140,96 ísk) voru tekjur 49,9 milljarðar króna, EBITDA 14,4 milljarðar og hagnaður 10,2 milljarðar. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 30. september 2022 (1 evra = 140,9 ísk) voru eignir samtals 123,4 milljarðar króna, skuldir 60,5 milljarðar og eigið fé 62,9 milljarðar.

Hluthafar

Lokaverð hlutabréfa 30. september 2022 var 83,25 kr. á hlut og var markaðsvirði félagsins þá 160 milljarðar króna.  Fjöldi hluthafa var 1.826.

Samþykkt árshlutareiknings
Árshlutareikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi Brims hf. 17. nóvember 2022. Árshlutareikningurinn er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS – International Financial Reporting Standards).

Kynningarfundur þann 17. nóvember 2022

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn fimmtudaginn 17. nóvember klukkan 16:30 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1. Guðmundur Kristjánsson forstjóri félagsins kynnir uppgjörið og svarar spurningum.  Fundinum verður jafnframt streymt og hægt verður að fylgjast með fundinum á  www.brim.is/streymi. Velkomið er að senda spurningar fyrir fundinn eða á meðan fundi stendur á netfangið fjarfestatengsl@brim.is. Aðsendum spurningum verður svarað í lok fundar.

 

Brim hf.

Brim er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem starfar í sátt við samfélagið og umhverfið. Við stuðlum að verðmætasköpun í sjávarútvegi með vöruþróun, tæknilausnum og öflugu starfsfólki. Við tryggjum með ábyrgum veiðum og vinnslu, þar sem áhersla er á sjálfbærni og nýsköpun, að sjávarútvegur verði áfram burðarstólpi í íslensku samfélagi. Við leitum allra leiða til að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið hvort sem er á sjó eða í landi.

Fjárhagsdagatal
Fjórði ársfjórðungur                24. febrúar 2023

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kristjánsson forstjóri, sími 550-1000.

 

Viðhengi



Anhänge

Afkoma Brims hf 3F 2022 Brim Árshlutareikn 30.09.2022 Brim fjarfestakynning 3F_2022