Valur Ásberg Valsson, framkvæmdastjóri sölusviðsins Egils – áfengir drykkir hefur óskað eftir að láta af störfum hjá fyrirtækinu og samið um starfslok sín. Valur hefur starfað hjá Ölgerðinni síðan 2003 og setið í framkvæmdastjórn frá árinu 2008.
“Tími minn hjá Ölgerðinni, sem telur rúm 20 ár, hefur verið bæði lærdómsríkur og gefandi. Ég hef fengið að byggja upp og leiða bæði vörumerki og viðskiptaeiningar með frábæru samstarfsfólki í örum vexti fyrirtækisins. Það sem stendur þó alltaf upp úr er fókið sem ég kynntist bæði innan og utan Ölgerðarinnar. Ég geng stoltur frá Ölgerðinni og skil sáttur við fyrirtækið og samstarfsfólk”, segir Valur Ásberg Valsson
“Það er mikil eftirsjá í Val – við höfum starfað saman í rúm 20 ár og Valur hefur átt stóran þátt í þeim mikla vexti sem verið hefur hjá Ölgerðinni. Hann hefur leitt fjölmörg umbreytingarverkefni á vegum fyrirtækisins og byggt upp arðsamar viðskiptaeiningar”, segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar.