Á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur vegna ársins 2022, sem haldinn var 26. apríl 2023, var ársreikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur staðfestur en hann var birtur 14. mars síðastliðinn. Jafnframt var lögð fram rafræn, samþætt Ársskýrsla OR 2022, sem birt var sama dag.
Samþykkt var að greiða eigendum OR – Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð – arð vegna rekstrarársins að fjárhæð 5,5 milljarða króna. Engar breytingar eru á stjórn en kjör endurskoðenda bíður niðurstöðu yfirstandandi útboðs á endurskoðunarþjónustu.
Tengiliður:
Breki Logason
Samskiptastjóri OR
6985671