Kaldalón hf.: Frágangur viðskipta um fasteignina Borgartún 32

Reykjavik, Iceland


Vísað er til tilkynningar frá 24. apríl s.l. þar sem fram kom að Kaldalón hf. hafi fengið samþykkt kauptilboð í fasteignina Borgartún 32.

Fyrirvarar viðskiptanna hafa nú verið uppfylltir og kaupsamningur undirritaður. Endanlegt kaupverð fasteignarinnar er kr. 4.710.000.000.  Afhending eignarinnar fer fram í maí 2023.