Kaldalón hf.: Riftun Reykjavíkurborgar á samningi um Vesturbugt hefur óveruleg áhrif á Kaldalón hf.

Reykjavik, Iceland


Reykjavíkurborg hefur rift samningi við Vesturbugt ehf. um uppbyggingu á svæði sem ber heitið Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn. Af þeim ástæðum telur Kaldalón hf. nauðsynlegt að upplýsa um eftirfarandi:

Dótturfélag Kaldalóns hefur ásamt fleirum átt aðild að félaginu Vesturbugt ehf.

Vesturbugt ehf. telur riftun Reykjavíkurborgar ekki lögmæta, m.a. þar sem deiliskipulag fyrir Vesturbugt, sem er nauðsynlegur undanfari framkvæmda, hefur ekki enn verið staðfest. Þá hefur Reykjavíkurborg einnig gert kröfur um tryggingar sem gera viðskiptabönkum ókleift að fjármagna verkefnið. Þannig eru í raun brostnar forsendur fyrir verkefninu.

Riftun Reykjavíkurborgar á samningi um Vesturbugt mun hafa engin eða óveruleg áhrif á rekstur og efnahag Kaldalóns hf.