Fyrir liggur yfirtökutilboð í allt hlutafé Kerecis hf. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. er hluthafi í Kerecis og á 115.689 hluti sem eru færðir til bókar á genginu 9.941 kr. á hlut. Sjóvá hefur samþykkt að selja alla sína hluti í Kerecis hf., sem eru um eitt og hálft prósent af hlutafé félagsins, en salan er háð því að yfirtökutilboðið gangi eftir.
Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is