Lánasjóður sveitarfélaga - Útboð LSS 39 0303


Lánasjóður sveitarfélaga hefur ákveðið að efna til útboðs á skuldabréfaflokknum LSS 39 0303 miðvikudaginn 9. ágúst 2023. 

LSS 39 0303 ber fasta 1,00% verðtryggða vexti og greiðir jafnar afborganir á sex mánaða fresti. Fyrsta greiðsla afborgana er 3. september 2024 og hefur bréfið lokagjaldaga þann 3. mars 2039. Heildarstærð flokksins er 16.198 m.kr að nafnvirði. Að öðru leyti er vísað til skilmála skuldabréfanna á vefsíðu Lánasjóðs sveitarfélaga.

Lánasjóðurinn stefnir að því að taka tilboðum að fjárhæð 1.000 til 1.500 milljónir króna að nafnvirði. Lánasjóðurinn áskilur sér rétt til að hækka og lækka útboðsfjárhæð útboðsins, taka hvaða tilboði sem er að fullu eða hluta, eða hafna þeim öllum. Lánasjóðurinn hefur boðið aðalmiðlurum sjóðsins Arion banka, Íslandsbanka, Kviku banka og Landsbankanum að taka þátt í útboðinu.

Óskað er eftir tilboðum í samræmi við eftirfarandi lýsingu:

Fyrirkomulag:  “Hollensk” uppboðsaðferð þar sem allir tilboðsgjafar fá sömu ávöxtunarkröfu og hæst er tekið. Heimilt er að afturkalla eða breyta tilboði með sama hætti og tilboðum er skilað inn, sé það gert fyrir lok útboðsfrests.

Tilboð:  Í tilboði skal taka fram ávöxtunarkröfu án þóknunar og tilboðsfjárhæð.

Uppgjör sölu:  Mánudaginn 14. ágúst 2023.


Tilboð skulu berast fyrir kl. 16:00, miðvikudaginn 9. ágúst 2023 til Lánasjóðs sveitarfélaga á netfangið utbod@lanasjodur.is

Öllum tilboðum verður svarað fyrir kl. 17:00 á útboðsdegi.


Vakin er athygli á að skuldabréfaflokkurinn LSS 39 0303 telst nú veðhæfur í ákveðnum viðskiptum við Seðlabanka Íslands. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Seðlabanka Íslands.

Nánari upplýsingar veitir:
Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, í síma 515 4948 eða ottar@lanasjodur.is