Brim hf. kaupir hlut Sjávarsýn ehf. í Iceland Seafood International hf.
Brim hf. hefur gert samkomulag um kaup á hlut Sjávarsýnar ehf. í Iceland Seafood International hf. Um er að ræða 10,83% hlut, að nafnvirði 310.246.206 hlutir, sbr. tilkynningu
Jafnframt mun Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brim hf., hætta störfum hjá félaginu og taka við starfi forstjóra ISI frá og með 1. nóvember nk.
Frekari upplýsingar veitir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim hf.