REITIR: Samrunaviðræðum við Eik fasteignafélag hf. slitið


Stjórnir Reita fasteignafélags hf. og Eikar fasteignafélags hf. hafa ákveðið  að hætta áður tilkynntum samrunaviðræðum stjórna félaganna.

Ástæða þessa er sú að ekki hefur tekist að ná samkomulagi um skiptahlutföll milli félaganna. Til undirbunings samningaviðræðum var unnin ítarleg greining á virði félaganna, m.a. með aðkomu óháðra aðila. Reitir er stærst fasteignafélaganna og jafnt rekstrarhorfur, arðsemi og tækifæri til þróunar og uppbyggingar eru með ágætum. Við þær aðstæður metur stjórn Reita það ekki í þágu hagsmuna hluthafa félagsins að fallast á verulega eftirgjöf í virðismati til þess að af sameiningu verði.

Við undirbúning viðræðna hefur farið fram gagnger skoðun á rekstri félagsins og skipulagi sem gagnast mun stjórn þess og stjórnendum við að skerpa á skipulagi og rekstrarlegum áherslum. Þá verður umgjörð um hagnýtingu þróunareigna efld og áhersla lögð á að nýta enn betur uppbyggingar- og  sölutækifæri sem í þeim felast.

Upplýsingar veitir Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður, tvt@advocatus.is, s. 822 6699