REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 44


Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti nýja endurkaupaáætlun félagsins þann 4. október 2023 og var henni hrint í framkvæmd þann 5. október 2023, sbr. tilkynningu til kauphallar þann 4. október 2023. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Í 44. viku 2023 keypti Reitir fasteignafélag hf. 575.000 eigin hluti að kaupverði 44.481.500 kr. skv. sundurliðun hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirGengiKaupverðEigin hlutir eftir viðskipti
30/10/2310:16118.00078,009.204.00020.000.253
31/10/2310:38116.00078,009.048.00020.116.253
1/11/2311:35110.00076,758.442.50020.226.253
2/11/2310:03113.00077,008.701.00020.339.253
3/11/2311:16118.00077,009.086.00020.457.253
Samtals 575.000 44.481.50020.457.253


Reitir hafa nú keypt samtals 2.419.020 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 43,2% af þeim eigin hlutum sem að hámarki verða keyptir samkvæmt núgildandi áætlun. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals 189.399.940 kr. sem samsvarar 39,1% af þeirri fjárhæð sem að hámarki verður keypt fyrir.

Samkvæmt núgildandi endurkaupaáætlun verða að hámarki keyptir 5.600.000 hlutir og fjárhæð endurkaupanna verður aldrei hærri en 485 milljónir króna.

Frá lokum annars ársfjórðungs, síðasta birta uppgjöri félagsins, hefur félagið keypt 7.249.020 eigin hluti fyrir 598.312.059 kr.

Reitir eiga nú samtals 20.457.253 eigin hluti, eða um 2,74% af heildarhlutafé félagsins. Útistandandi hlutir í félaginu eru því 725.180.980.

Upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416 eða á einar@reitir.is.