Kaldalón hf.: Fyrsti viðskiptadagur með hluti Kaldalóns eftir öfuga skiptingu

Reykjavik, Iceland


Í tilkynningu Kaldalóns 2. nóvember sl. kom fram að hluthafafundur Kaldalóns hefði samþykkt öfuga skiptingu hluta félagsins í samræmi við tillögu stjórnar auk þess sem framkvæmd öfugu skiptingarinnar var lýst.

Í samræmi við fyrri tilkynningu var síðasti viðskiptadagur með hluti í Kaldalóni fyrir öfuga skiptingu hlutanna í gær, 6. nóvember. Í dag, 7. nóvember, verður fyrsti viðskiptadagur með hluti í Kaldalóni eftir öfuga skiptingu hlutanna.

Í kjölfar hinnar öfugu skiptingar fer fjöldi hluta í félaginu úr 11.128.216.470 hlutum, hver að nafnvirði 1. kr. á hlut, í 1.112.821.647 hluti, hver að nafnvirði 10 kr. á hlut. ISIN-númer hlutabréfa í Kaldalóni hefur tekið breytingum samhliða hinni öfugu skiptingu og er nú IS0000035632.

Hin öfuga skipting miðast við hlutaskrá Kaldalóns eins og hún verður í lok dags á morgun, 8. nóvember, sem telst réttindadagur hinnar öfugu skiptingar. Hluthafar í Kaldalóni munu sjálfkrafa eignast nýjan og lægri fjölda hluta í félaginu í hlutfalli við eignarhlut sinn í lok réttindadags. Þurfa þeir ekkert að aðhafast sérstaklega í því sambandi.

Breyting á hlutum í Kaldalóni hefur verið skráð af Fyrirtækjaskrá Skattsins og uppfærðir hlutir teknir til viðskipta í kerfum Nasdaq CSD verðbréfamiðstöð og Nasdaq Iceland (Kauphöll Íslands).

Nánari upplýsingar veitir Jón Þór Gunnarsson, forstjóri.