Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2023


Árshlutareikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. september 2023 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 15. nóvember 2023.

Helstu niðurstöður árshlutareikningsins eru:

  • Rekstrartekjur námu 8.453 m.kr.
    • Þar af námu leigutekjur 7.115 m.kr.
  • EBITDA leiðrétt fyrir einskiptisliðum nam 5.806 m.kr.
    • Einskiptisliðir námu 40 m.kr. og EBITDA tímabilsins því 5.766 m.kr.
  • Heildarhagnaður nam 6.886 m.kr.
  • Handbært fé frá rekstri nam 3.498 m.kr.
  • Bókfært virði fjárfestingareigna nam 130.677 m.kr.
  • Bókfært virði eigna til eigin nota nam 6.003 m.kr.
  • Matsbreyting fjárfestingareigna var 7.095 m.kr.
  • Handbært fé nam 1.276 m.kr.
  • Vaxtaberandi skuldir námu 74.390 m.kr.
  • Eiginfjárhlutfall nam 34,7%.
  • Hagnaður á hlut var 1,6 kr.
  • Virðisútleiguhlutfall var 93,5%
  • Vegnir verðtryggðir vextir námu 3,03%
  • Vegnir óverðtryggðir vextir námu 9,85%

Meðfylgjandi er árshlutaskýrsla sem inniheldur árshlutareikning vegna fyrstu níu mánaða ársins ásamt ítarlegri upplýsingum um rekstur félagsins en fram koma í tilkynningunni.

Rekstur félagsins

Rekstur félagsins gekk vel á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 og var afkoman í takt við uppfærðar áætlanir stjórnenda félagsins. Rekstrartekjur félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 námu 8.453 m.kr. Þar af voru leigutekjur 7.115 m.kr. Rekstrarkostnaður nam 2.866 m.kr. og viðsnúningur á áður færðri virðisrýrnun viðskiptakrafna á öðrum ársfjórðungi leiddi til jákvæðrar virðisrýrnunar að fjárhæð 179 m.kr.

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 5.766 m.kr. Leiðrétt fyrir einskiptisliðum er snúa að samrunaviðræðum, yfirtökutilboði og öðrum liðum nam rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir 5.806 m.kr. og jókst um rúmlega 19% á milli ára. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 6.823 m.kr. og hagnaður samstæðunnar nam 5.459 m.kr. Önnur heildarafkoma nam 1.427 m.kr. Heildarhagnaður samstæðunnar á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 nam 6.886 m.kr.

NOI hlutfall (þ.e. rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir leiðrétt fyrir einskiptisliðum sem hlutfall af leigutekjum) nam 77,8% á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 samanborið við 74,6% fyrir sama tímabil 2022.

Fjárfestingareignir félagsins eru metnar á gangvirði í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og stuðst er m.a. við núvirt framtíðarsjóðstreymi einstakra eigna. Breytingar á gangvirði eru færðar undir matsbreytingu fjárfestingareigna sem voru um 7.095 m.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins. Stærstu liðirnir til hækkunar á virði fjárfestingareigna eru verðbólga, hækkun á markaðsleigu og uppfært virði byggingarheimilda. Stærstu liðir til lækkunar er hærri vegin ávöxtunarkrafa fjármagns (e. WACC) og framtíðarvöxtur leigutekna er tekinn út.

Efnahagur félagsins

Heildareignir félagsins námu 140.178 m.kr. þann 30. september 2023. Þar af eru fjárfestingareignir að virði 130.677 m.kr. sem skiptast í fjárfestingareignir í útleigu að fjárhæð 120.452 m.kr., fjárfestingareignir í þróun 3.902 m.kr., byggingarréttir og lóðir 3.532 m.kr. og fyrirframgreidd gatnagerðargjöld 13 m.kr og leigueignir að fjárhæð 2.778 m.kr. Eignir til eigin nota námu 6.003 m.kr. og fasteignir í þróun 676 m.kr. Eigið fé félagsins nam 48.630 m.kr. í lok tímabilsins og var eiginfjárhlutfall 34,7%. Á aðalfundi félagsins þann 30. mars 2023 var samþykkt að greiða út arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2022 að fjárhæð 2.000 m.kr. og var hann greiddur þann 12. apríl 2023.

Heildarskuldir félagsins námu 91.548 m.kr. þann 30. september 2023. Þar af voru vaxtaberandi skuldir 74.390 m.kr. og tekjuskattsskuldbinding 12.401 m.kr. Veðhlutfall félagsins, þ.e. staða vaxtaberandi skulda á móti virði fasteigna, var 55,4%. Þann 10. september 2023 var skuldabréfaflokkurinn EIK 23 1 á lokagjalddaga og var hann samhliða greiddur upp en flokkurinn bar 2,9% óverðtryggða vexti.

Virðisútleiguhlutfall

Virðisútleiguhlutfall félagsins var 93,5% í lok tímabilsins en var 95,7% um áramótin.. Ákveðinn hluti fasteigna félagsins hefur verið skilgreindur sem þróunareignir en hluti af því rými sem Landsbankinn skilaði á miðju ári er nú þar undir. Eignir í þróun eru Hafnarstræti 8, hluti af Hafnarstræti 5 og 7, Helluhraun 8, Lónsbakki, Skeifan 7 og 9 og hluti 2. hæðar á Smáratorgi 3. Eignir í þróun nema um 6% af heildarfermetrum félagsins. Virðisútleiguhlutfall með þróunareignum var 91,3% í lok tímabilsins.

Sameining dótturfélaga

Félagið hefur sameinað LF1 ehf. dótturfélag Landfesta ehf., ásamt Landfestum ehf. inn í Eik fasteignafélag. Sameiningin er gerð með einföldun samstæðu og rekstrarhagræði í huga. Lögformlega miðast samruninn við 1.1.2023.

Eignasafn félagsins

Félagið hefur gengið frá kaupum á Húsfélaginu Hafnarstræti 7 ehf., en félagið á 820 fermetra skrifstofu– og verslunarhúsnæði við Hafnarstræti 7. Félagið fékk eignina afhenta þann 1. nóvember síðastliðinn. Eftir kaupin á félagið allan reitinn sem afmarkast af Pósthússtræti 2, Tryggvagötu 24-28 og Hafnarstræti 5-9.

Fasteignir innan samstæðunnar eru nú í kringum 110 talsins og telja rúmlega 317 þúsund útleigufermetra í rúmlega 600 leigueiningum. Heildarfjöldi leigutaka er tæplega 500. Félagið á fasteignir á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Hveragerði og Selfossi. Helstu fasteignir félagsins á höfuðborgarsvæðinu eru Borgartún 21, 21a og 26, Suðurlandsbraut 8 og 10, Mýrargata 2-16, Pósthússtræti 2 (Hótel 1919), Smáratorg 3 (Turninn), Smáratorg 1, Álfheimar 74 (Nýi Glæsibær), Grjótháls 1-3 og Austurstræti 5, 6, 7 og 17. Helsta fasteign félagsins utan höfuðborgarsvæðisins er Glerártorg, Akureyri. Stærstu leigutakar félagsins eru Húsasmiðjan, Ríkiseignir, Berjaya Hotels Iceland, Sýn, Össur, Míla, Síminn, Bónus, VÍS og Controlant.

Stærsti hluti fasteignasafns félagsins er skrifstofuhúsnæði eða um 40%. Næst koma verslunarhúsnæði 23%, lagerhúsnæði 13%, hótel 10%, heilsutengt húsnæði 6%, veitinga- og skemmtistaðir 4% og byggingarheimildir 3%. Um 93% fasteigna félagsins eru á höfuðborgarsvæðinu, þar af 38% á svokölluðu fjármála- og viðskiptasvæði Reykjavíkur (aðallega innan póstnúmera 105 og 108), 17% í miðbæ Reykjavíkur og 18% í Smáranum - Mjódd. 7% eignasafnsins er á landsbyggðinni, þar af rúmlega 6% á Akureyri.

Horfur

Félagið hefur hækkað afkomuspá sína í tvígang á árinu 2023. Félagið væntir þess að EBITDA ársins verði á bilinu 7.500—7.650 m.kr. á föstu verðlagi miðað við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í desember 2023. Leiðrétt fyrir einskiptiskostnaði væntir félagið að EBITDA ársins verði á bilinu 7.540—7.690.

Rafrænn kynningarfundur

Rafrænn kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 16. nóvember 2023 klukkan 8:30. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu.
Skráning á fundinn fer fram hér:

https://us02web.zoom.us/webinar/register/WN_SE0At-QlQhi0bLpxYhvqMw

Eftir skráningu fá þátttakendur tölvupóst með nánari upplýsingum.

Fjárhagsdagatal

Stefnt er að birtingu ársuppgjörs á neðangreindri dagsetningu:

Ársuppgjör 2023                                                                     15. febrúar 2024

Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða.

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is, s. 590-2200
Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s. 820-8980

Viðhengi



Anhänge

23.09.30 3F Árshlutaskýrsla 2023