Flutningatölur Icelandair: 13% fleiri farþegar í nóvember


Icelandair flutti 282 þúsund farþega í nóvember, 13% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Farþegum félagins fjölgaði mest, eða um 37%, á N-Atlantshafsmarkaðnum um Ísland. Það sem af er ári hefur félagið flutt fjórar milljónir farþega, 17% fleiri en á sama tímabili í fyrra.

Af  farþegum nóvembermánaðar voru 36% á leið til Íslands, 16% frá Íslandi, 40% ferðuðust um Ísland á leið sinni milli Evrópu og Norður-Ameríku og 8% ferðuðust innan Íslands. Sætanýting var 75,4%, 1,9 prósentustigi meiri en í fyrra og stundvísi var 84,5%.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair:

„Í nóvember hélt farþegum áfram að fjölga og sætanýting var betri en í fyrra. Flugframboðið jókst um 12% frá fyrra ári. Þessi árangur náðist þrátt neikvæð áhrif sem umfjöllun erlendra fjölmiðla um jarðhræringarnar á Reykjanesi hafði á bókunarflæðið. Einhverra áhrifa þessa gætir enn til skemmri tíma á bókanir og tekjur en til lengri tíma er bókunarflæðið að færast í fyrra horf.

Það sem af er ári höfum við flutt fjórar milljónir farþega. Ég er mjög stoltur af starfsfólki Icelandair fyrir að hafa náð þessum árangri og þakklátur farþegum okkar fyrir að halda áfram að velja Icelandair. Ég horfi því spenntur fram á veginn á árið 2024 þar sem við munum halda áfram að nýta styrkleika og sveigjanleika félagsins til að takast á við áskoranir og grípa tækifæri á mörkuðum okkar .“

Nánari upplýsingar
Fjárfestar: Íris Hulda Þórisdóttir, Forstöðumaður Fjárfestatengsla. Netfang: iris@icelandair.is
Media: Ásdís Pétursdóttir, Forstöðumaður Samskipta og sjálfbærni. Netfang: asdis@icelandair.is

Viðhengi



Anhänge

11 Traffic Data