Vegna anna sem sveitarstjóri í ört vaxandi sveitarfélagi hefur Elliði Vignisson sagt sig úr stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Fjóla St. Kristinsdóttir bæjarstjóri í Árborg er varamaður Elliða og tekur sæti hans sem aðalmaður fram að næsta fundi hluthafa Lánasjóðsins.
Stjórn og starfsmenn Lánasjóðsins þakka Elliða ánægjulegt samstarf á liðnum árum.
Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, ottar@lanasjodur.is / s. 515 4949