Drög að uppgjöri fjórða ársfjórðungs 2023 liggja fyrir og samkvæmt þeim mun afkoma af vátryggingasamningum fyrir skatta vera um 600-700 m. kr. og samsett hlutfall um 91,5% á fjórðungnum. Af þessu leiðir að afkoma af vátryggingasamningum fyrir skatta á árinu 2023 nemur um 1.500-1.600 m. kr. og samsett hlutfall um 95%. Birtar horfur gerðu ráð fyrir að afkoma af vátryggingasamningum fyrir skatta yrði um 1.000-1.300 m. kr. og samsett hlutfall um 96-97% á árinu 2023. Betri afkoma á fjórða ársfjórðungi 2023 er aðallega tilkomin vegna hagstæðari tjónaþróunar en gert var ráð fyrir í horfum á tímabilinu. Fjármagnsliðir vátryggingasamninga voru hins vegar nokkuð hærri á fjórða ársfjórðungi en undanfarna fjórðunga eða neikvæðir um 475 m. kr. og á árinu í heild því neikvæðir um 900 m. kr.
Afkoma fjárfestinga á fjórða ársfjórðungi mun, samkvæmt drögum að uppgjöri, nema um 2.300-2.400 m. kr. og um 4.400-4.500 m. kr. á árinu í heild. Ávöxtun eignasafnsins á árinu 2023 er því um 9%.
Af þessu leiðir að vænt afkoma samstæðunnar fyrir skatta á árinu 2023 er 5.000-5.300 m. kr.
Frekari upplýsingar um afkomu félagsins verða kynntar við birtingu ársuppgjörs þann 8. febrúar nk. Áréttað skal að uppgjörið er í vinnslu og endurskoðun ekki lokið og kann því að taka breytingum fram að birtingardegi.
Nánari upplýsingar veitir:
Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is