REITIR: Niðustöður hluthafafundar 1. febrúar 2024


Fimmtudaginn 1. febrúar 2024, kl. 16.00, var haldinn hluthafafundur í Reitum fasteignafélagi hf. á skrifstofu félagsins að Kringlunni 4-12 í Reykjavík.

Eitt mál var á dagskrá fundarins og var það kosning endurskoðunarfélags sbr. dagskrá sem birt var með boðun til fundarins og sjá má hér.

Samþykkt var að Deloitte ehf. yrði kjörið sem endurskoðunarfélag Reita vegna rekstrarársins 2023.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 16.02.

Upplýsingar veitir Guðjón Auðunsson, í síma 660 3320 eða á netfanginu gudjon@reitir.is