Helstu niðurstöður úr ársreikningi félagsins vegna ársins 2023 eru:
- Rekstrartekjur námu 11.224 m.kr.
- Þar af námu leigutekjur 9.514 m.kr.
- Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 7.475 m.kr.
- Heildarhagnaður nam 7.279 m.kr.
- Handbært fé frá rekstri nam 4.083 m.kr.
- Bókfært virði fjárfestingareigna nam 132.106 m.kr.
- Bókfært virði eigna til eigin nota nam 5.975 m.kr.
- Matsbreyting fjárfestingareigna var 7.513 m.kr.
- Endurmat eigna til eigin nota nam 1.784 m.kr.
- Handbært fé nam 984 m.kr.
- Vaxtaberandi skuldir námu 75.567 m.kr.
- Eiginfjárhlutfall nam 34,6%.
- Hagnaður á hlut var 1,71 kr.
- Virðisútleiguhlutfall var 94,3%.
- Vegnir verðtryggðir vextir námu 3,12%.
- Vegnir óverðtryggðir vextir námu 9,63%.
- Veðhlutfall (nettó vaxtaberandi skuldir / virði fasteigna, byggingarheimilda og lóða) nam 54,8%.
- Stjórn leggur til að greiddur verði út 2.540 m.kr. arður.
Ársreikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir árið 2023 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 15. febrúar 2024. Félagið hefur gefið út ársskýrslu, sem hefur að geyma ítarlegar upplýsingar um félagið og rekstur þess á árinu 2023 ásamt ársreikningi. Ársskýrslan er meðfylgjandi þessari tilkynningu en hana má einnig finna á heimasíðu félagsins, www.eik.is. Sjálfbærniskýrsla félagsins er einnig aðgengileg á heimasíðu þess.
Rekstur félagsins
Rekstur félagsins gekk vel á árinu 2023 og var afkoman yfir upphaflegum væntingum félagsins þrátt fyrir að árið hafi einkennst af krefjandiáskorunum. Rekstrartekjur félagsins námu 11.224 m.kr. á árinu 2023. Þar af voru leigutekjur 9.514 m.kr. Rekstrarkostnaður nam 3.924 m.kr. og viðsnúningur á áður færðri virðisrýrnun viðskiptakrafna leiddi til jákvæðrar virðisrýrnunar að fjárhæð 175 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 7.475 m.kr. og jókst um rúm 13% á milli ára. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 7.318 m.kr., hagnaður samstæðunnar nam 5.853 m.kr. Önnur heildarafkoma nam 1.427 m.kr. Heildarhagnaður samstæðunnar á árinu 2023 nam 7.279 m.kr.
Einskiptisliðir höfðu óvenju mikil áhrif á EBITDA félagsins á árinu 2023. Viðsnúningur á áður færðri varúðarfærslu viðskiptakrafna hafði jákvæð áhrif upp á 195 m.kr. Kostnaður sem féll til vegna yfirtökutilboðs, samrunaviðræðna og annara sambærilegra liða hafði neikvæð áhrif upp á 53 m.kr. Þá mat Radisson Hotel Group, rekstraraðili Hótels 1919, að jarðhræringar á Reykjanesskaga og óvissa tengt þeim hefðu um 40 m.kr. neikvæð áhrif á síðustu sex vikum ársins og afsláttur af leigu vegna yfirhalningar á einni fasteign félagsins nam 28 m.kr. Leiðrétt fyrir einskiptisliðum nam rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir 7.400 m.kr. á árinu.
NOI hlutfall (þ.e. rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir leiðrétt fyrir einskiptisliðum sem hlutfall af leigutekjum) nam 74,6% á árinu 2023 samanborið við 74,1% árið áður.
Efnahagur félagsins
Heildareignir félagsins námu 141.629 m.kr. þann 31. desember 2023. Þar af eru fjárfestingareignir að virði 132.106 m.kr. eignir til eigin nota námu 5.975 m.kr. og fasteignir í þróun 1.079 m.kr. Eigið fé félagsins nam 49.023 m.kr. í lok tímabilsins og var eiginfjárhlutfall 34,6%. Á aðalfundi félagsins þann 30. mars 2023 var samþykkt að greiða út arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2022 að fjárhæð 2.000 m.kr. og var hann greiddur þann 12. apríl 2023.
Heildarskuldir félagsins námu 92.606 m.kr. þann 31. desember 2023. Þar af voru vaxtaberandi skuldir 75.567 m.kr. og tekjuskattsskuldbinding 12.648 m.kr. Veðhlutfall félagsins (nettó vaxtaberandi skuldir / virði fasteigna, byggingarheimilda og lóða) var 54,8%.
Eignasafn félagsins
Félagið keypti 820 fermetra skrifstofu– og verslunarhúsnæði við Hafnarstræti 7 í 101 Reykjavík á fjórða ársfjórðungi. Eftir kaupin á félagið allan reitinn sem afmarkast af Pósthússtræti 2, Tryggvagötu 24-28 og Hafnarstræti 5-9. Fyrr á árinu hafði félagið keypt Ármúla 2 og hluta af Síðumúla 20-22.
Nánari umfjöllun um eignasafn félagsins má finna í meðfylgjandi ársskýrslu.
Tillaga um arðgreiðslu
Tillaga stjórnar er að 2.540 m.kr. verði greiddar í arð til hluthafa fyrir rekstrarárið 2023 að teknu tilliti til arðgreiðslustefnu félagsins og með hliðsjón af sögulega lágu veðsetningarhlutfalli. Tillagan verður lögð fyrir hluthafa á aðalfundi félagsins, sem fyrirhugaður er þann 11. apríl nk.
Horfur og framtíðarsýn
Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 spáir félagið því að rekstrartekjur félagsins verði á bilinu 11.250 – 11.710 m.kr. á föstu verðlagi m.v. vísitölu neysluverðs í janúar 2024. Þá áætlar félagið að EBITDA ársins verði á bilinu 7.250 – 7.560 m.kr.
Útleiga hefur gengið vel það sem af er ári. Skrifað hefur verið undir nýja leigusamninga fyrir u.þ.b. 4.500 fm. af ótekjuberandi rýmum sem verða tekjuberandi eftir því sem líður á árið.
Félagið sér mikil tækifæri í eignasafni sínu og með fjárfestingu í þróun þess getur félagið leyst úr læðingi umtalsverð verðmæti fyrir hluthafa, bæði í formi hærri leigutekna og innlausnar á virði þróunareigna. Á þeim grunni telur stjórn félagsins að tækifæri gæti leigið í aukinni arðgreiðslugetu félagsins.
Nánari umfjöllun um fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2024 sem og umfjöllun um framtíðarsýn þess má finna í meðfylgjandi ársskýrslu.
Kynningarfundur
Opinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn föstudaginn 16. febrúar 2024 klukkan 8:30 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 2.hæð. Boðið verður upp á léttan morgunmat frá kl. 8.00. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu.
Fundinum verður einnig streymt beint og fer skráning á rafræna fundinn fram hér:
https://vimeo.com/event/4092938/a5ea76e65a
Eftir skráningu fá þátttakendur tölvupóst með nánari upplýsingum.
Markaðsaðilar geta sent spurningar fyrir eða á fundinum á netfangið fjarfestatengsl@eik.is. Stjórnendur hvetja markaðsaðila að senda inn spurningar fyrir fundinn til að hægt sé að undirbúa svör, sé þess þörf. Spurningum verður svarað að kynningu lokinni.
Fjárhagsdagatal
Stefnt er að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dagsetningum:
Aðalfundur 2024 11. apríl 2024
Árshlutauppgjör 1. ársfjórðungs 2. maí 2024
Árshlutauppgjör 2. ársfjórðungs 15. ágúst 2024
Árshlutauppgjör 3. ársfjórðungs 31. október 2024
Ársuppgjör 2024 13. febrúar 2025
Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða.
Nánari upplýsingar veita:
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is, s. 590-2200
Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s. 820-8980
Viðhengi